32 laxar komu á land fyrsta dag í Langá Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2016 09:07 Vífill Oddsson með 90 sm hæng úr Langá í gær Mynd: Þór Sigfússon Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi komið vel á óvart. Fyrir það fyrsta hefur Langá verið þekkt sem síðsumarsá en það er eitthvað allt annað upp á teningnum núna. Það hafa tæplega 600 laxar farið í gegnum laxateljarann við Skugga og 10 laxar eru komnir í gegnum teljarann uppá Fjall. Staðan við Skugga hefur aldrei áður verið svona góð svo það verður mjög spennandi að sjá hverju fram vindur næstu 10-12 daga og sjá þá hvort hinar dæmigerðu smálaxagöngur verði jafn góðar og vonir standa til. Það er lax um alla á og sem dæmi þá veiddist lax í Hornhyl sem er ekki langt frá svæðinu sem er nefnt Fjallið og er efsta svæði Langár. Það veiddist lax í Kistu, Hreimsáskvörn og svo sáust laxar víðar. Stærsti laxinn er 90 sm hængur úr Breiðunni en að auki hafa veiðimenn sett í nokkra rígvæna sem hafa allir slitið sig lausa. Veiðin í Langá var með besta móti í fyrra en hún var ekki nálægt því í sama ham og hún er núna. Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Veiði Mikið um Steinsugubit fyrir austann Veiði Mikil veiði í Stóru Laxá Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði
Langá á Mýrum opnaði fyrir veiði í gær og það er óhætt að segja að dagurinn hafi komið vel á óvart. Fyrir það fyrsta hefur Langá verið þekkt sem síðsumarsá en það er eitthvað allt annað upp á teningnum núna. Það hafa tæplega 600 laxar farið í gegnum laxateljarann við Skugga og 10 laxar eru komnir í gegnum teljarann uppá Fjall. Staðan við Skugga hefur aldrei áður verið svona góð svo það verður mjög spennandi að sjá hverju fram vindur næstu 10-12 daga og sjá þá hvort hinar dæmigerðu smálaxagöngur verði jafn góðar og vonir standa til. Það er lax um alla á og sem dæmi þá veiddist lax í Hornhyl sem er ekki langt frá svæðinu sem er nefnt Fjallið og er efsta svæði Langár. Það veiddist lax í Kistu, Hreimsáskvörn og svo sáust laxar víðar. Stærsti laxinn er 90 sm hængur úr Breiðunni en að auki hafa veiðimenn sett í nokkra rígvæna sem hafa allir slitið sig lausa. Veiðin í Langá var með besta móti í fyrra en hún var ekki nálægt því í sama ham og hún er núna.
Mest lesið Barátta við stórfisk í Brunná Veiði Mikið af fiski í Soginu eftir stóra göngu í gær Veiði Mikið um Steinsugubit fyrir austann Veiði Mikil veiði í Stóru Laxá Veiði Sogið fullt af laxi Veiði Ein víkin kraumaði af stórfiski á fjölskyldudegi Veiði Frábær veiði í Veiðivötnum Veiði Gæsin farin að safnast í tún Veiði Dýrbítur að verða ein vinsælasta vorflugan Veiði Þverá og Kjarrá komnar yfir 1.000 laxa Veiði