Smáþjóðin með ljónshjartað Hildur Björnsdóttir skrifar 17. júní 2016 07:00 Í barnæsku ferðaðist fjölskyldan gjarnan til útlanda. Reglulega spurðist heimafólk fyrir um bakgrunninn. Ég gleymi tilfinningunni aldrei. Aðspurð um þjóðerni fylltist ég ávallt stolti. Þannig var sjálfsmynd Íslendinga – við vorum best í heimi. Síðustu ár hefur eitthvað breyst. Viðstöðulaust harmakvein neikvæðni og bölsýni virðist einkenna flesta umræðu. Mörgum þykir Ísland hreint ómögulegt. Þjóðernisstoltið á undanhaldi. Sjálfsmynd þjóðar brotin. Það eru forréttindi að vera Íslendingur. Gleymum því ekki. Landið býr yfir ótrúlegri ósnortinni náttúrufegurð – stórbrotnu landslagi og stórhuga þjóð. Við erum rík af auðlindum. Aðgangur að hreinu vatni er ótakmarkaður. Heilbrigðisþjónusta og menntun þykja sjálfsögð. Tækifærin nokkuð jöfn. Réttlætiskenndin rík. Ísland stendur framarlega á flestum sviðum sem raunverulegu máli skipta. Landið hefur ítrekað verið útnefnt það friðsælasta í heimi. Endurteknar niðurstöður alþjóðlegra kannana segja stöðu kvenna hvergi betri en hérlendis. Íslendingar eiga fyrsta kvenkyns þjóðkjörna forseta heims. Í alþjóðlegum samanburði ríkir hér takmörkuð stéttaskipting og hvergi í heiminum þykir staða samkynhneigðra betri. Ísland er fámennasta þjóð sem komist hefur á lokakeppni EM í knattspyrnu karla. Ævintýralegt afrek frá öllum sjónarhornum. Upphaf þeirrar vegferðar fyllti hvert íslensk hjarta spennu og stolti. Við erum stórhuga eldhugar. Enginn sakar okkur um smálegt hugarfar. Gleymum ekki hver við erum. Gleymum ekki hvaðan við komum og hvers vegna það fyllir okkur stolti. Við erum einangruð en samt svo umfangsmikil. Fámenn en samt svo fjölfær. Lítil en samt svo stór. Við erum Íslendingar. Smáþjóðin með ljónshjartað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Í barnæsku ferðaðist fjölskyldan gjarnan til útlanda. Reglulega spurðist heimafólk fyrir um bakgrunninn. Ég gleymi tilfinningunni aldrei. Aðspurð um þjóðerni fylltist ég ávallt stolti. Þannig var sjálfsmynd Íslendinga – við vorum best í heimi. Síðustu ár hefur eitthvað breyst. Viðstöðulaust harmakvein neikvæðni og bölsýni virðist einkenna flesta umræðu. Mörgum þykir Ísland hreint ómögulegt. Þjóðernisstoltið á undanhaldi. Sjálfsmynd þjóðar brotin. Það eru forréttindi að vera Íslendingur. Gleymum því ekki. Landið býr yfir ótrúlegri ósnortinni náttúrufegurð – stórbrotnu landslagi og stórhuga þjóð. Við erum rík af auðlindum. Aðgangur að hreinu vatni er ótakmarkaður. Heilbrigðisþjónusta og menntun þykja sjálfsögð. Tækifærin nokkuð jöfn. Réttlætiskenndin rík. Ísland stendur framarlega á flestum sviðum sem raunverulegu máli skipta. Landið hefur ítrekað verið útnefnt það friðsælasta í heimi. Endurteknar niðurstöður alþjóðlegra kannana segja stöðu kvenna hvergi betri en hérlendis. Íslendingar eiga fyrsta kvenkyns þjóðkjörna forseta heims. Í alþjóðlegum samanburði ríkir hér takmörkuð stéttaskipting og hvergi í heiminum þykir staða samkynhneigðra betri. Ísland er fámennasta þjóð sem komist hefur á lokakeppni EM í knattspyrnu karla. Ævintýralegt afrek frá öllum sjónarhornum. Upphaf þeirrar vegferðar fyllti hvert íslensk hjarta spennu og stolti. Við erum stórhuga eldhugar. Enginn sakar okkur um smálegt hugarfar. Gleymum ekki hver við erum. Gleymum ekki hvaðan við komum og hvers vegna það fyllir okkur stolti. Við erum einangruð en samt svo umfangsmikil. Fámenn en samt svo fjölfær. Lítil en samt svo stór. Við erum Íslendingar. Smáþjóðin með ljónshjartað.