Fyrstu laxarnir komnir í Langá á Mýrum Karl Lúðvíksson skrifar 1. júní 2016 14:55 Laxinn er mættur í Langá á Mýrum Mynd KL Það berast fréttir víða að síðustu daga um að fyrstu laxarnir séu búnir að sýna sig í laxveiðiánum. Árnar sem þegar hafa fengið fyrstu göngurnar eru til dæmis Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá, Laxá í Aðaldal, Blanda, Grímsá og nú síðast eru fyrstu laxarnir staðfestir í Langá á Mýrum en strax og laxateljarinn fór niður við fossinn Skugga fóru 10 laxar í gegn. Fyrstu árnar sem eru taldar upp eiga það allar sameiginlegt að fá snemmgengna laxa en þeir sem þekkja Langá vita að hún ætti svo sannarlega ekki að vera á þessum lista því hún fær yfirleitt fyrstu laxana ekki fyrr en um miðjan júní og veiði hefst ekki fyrr en 21. júní. Hvað má svo sem lesa úr þessu er óvíst en þetta gæti gefið til kynna að laxinn hafi átt gott ár í sjónum, verið í góðu æti og hlýjum sjó en þá er hann að öllu jöfnu tilbúinn til hrygningar fyrr en ef aðstæður í hafi eru honum ekki í hag. Þýðir þetta gott laxveiðiár? Það er alveg ómögulegt að segja en miðað við að árið í fyrra var eitt það besta síðan skráningar hófust er kannski ekki raunhæft að spá öðru eins sumri. Gefum okkur að veiðin verði 25% minni en í fyrra verður samt um gríðarlega gott ár að ræða með tilliti til 25 ára meðalveiði. Öll teikn eru á lofti um að hafið hafi tekið vel á móti gönguseiðum í fyrra og t.d. í Langá þar sem seiðatalning fer fram voru áætlaðar niðurgöngur seiða mjög góðar og seiðin almennt í mjög góðu ástandi svo ef við höfum bjartsýnis væntingar bara einhvers staðar í miðju eigum við vonandi von á góðu sumri. Mest lesið Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Fyrsti laxarnir komnnir úr Kjósinni og Eystri Rangá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði
Það berast fréttir víða að síðustu daga um að fyrstu laxarnir séu búnir að sýna sig í laxveiðiánum. Árnar sem þegar hafa fengið fyrstu göngurnar eru til dæmis Laxá í Kjós, Norðurá, Þverá, Laxá í Aðaldal, Blanda, Grímsá og nú síðast eru fyrstu laxarnir staðfestir í Langá á Mýrum en strax og laxateljarinn fór niður við fossinn Skugga fóru 10 laxar í gegn. Fyrstu árnar sem eru taldar upp eiga það allar sameiginlegt að fá snemmgengna laxa en þeir sem þekkja Langá vita að hún ætti svo sannarlega ekki að vera á þessum lista því hún fær yfirleitt fyrstu laxana ekki fyrr en um miðjan júní og veiði hefst ekki fyrr en 21. júní. Hvað má svo sem lesa úr þessu er óvíst en þetta gæti gefið til kynna að laxinn hafi átt gott ár í sjónum, verið í góðu æti og hlýjum sjó en þá er hann að öllu jöfnu tilbúinn til hrygningar fyrr en ef aðstæður í hafi eru honum ekki í hag. Þýðir þetta gott laxveiðiár? Það er alveg ómögulegt að segja en miðað við að árið í fyrra var eitt það besta síðan skráningar hófust er kannski ekki raunhæft að spá öðru eins sumri. Gefum okkur að veiðin verði 25% minni en í fyrra verður samt um gríðarlega gott ár að ræða með tilliti til 25 ára meðalveiði. Öll teikn eru á lofti um að hafið hafi tekið vel á móti gönguseiðum í fyrra og t.d. í Langá þar sem seiðatalning fer fram voru áætlaðar niðurgöngur seiða mjög góðar og seiðin almennt í mjög góðu ástandi svo ef við höfum bjartsýnis væntingar bara einhvers staðar í miðju eigum við vonandi von á góðu sumri.
Mest lesið Haustbragur á veiðitölum úr laxveiðiánum Veiði Nýjar vikulegar veiðitölur á rólegu sumri Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hraunsfirði Veiði Veiðileyfasala komin á fullt Veiði Átta laxar á land við opnun Miðfjarðarár Veiði Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Veiði Nýtt Sportveiðiblað er komið út Veiði Fyrsti laxarnir komnnir úr Kjósinni og Eystri Rangá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Laxveiði á næsta fræðslukvöldi SVFR Veiði