Hlíðarvatn komið í sinn gamla góða gír Karl Lúðvíksson skrifar 6. júní 2016 14:00 Það er mikið af flottum veiðistöðum í Hlíðarvatni. Mynd: Árvík Hlíðarvatn er eitt af skemmtilegustu bleikjuvötnum landsins og hefur veiðin þar oft verið ævintýri líkust. Það eru margir veiðimenn sem hafa veitt vatnið lengi og þekkja það vel en þeir gera yfirleitt góða veiði þegar minna aflast hjá öðrum. Það spilar þekkingin á vatninu einmitt stórann þátt. Veiðin hefur verið upp og ofan síðustu ár og var meira að segja svo slöpp á tímabili að áhyggjur voru orðnar miklar af afkomu bleikjunnar í vatninu. Það er þó ljóst að miðað við veiðina síðustu daga má leggja þær áhyggjur á hilluna því fantafín veiði hefur verið í vatninu. Það er þó ennþá munur á veiðitölum hjá þeim sem þekkja vatnið vel og þeim sem eru t.d. að koma þangað í fyrsta skipti en sem dæmi um góðar veiðitölur hjá vönum mönnum gerðu tveir félagar góðann dag í fyrradag með hátt í 40 bleikjur eftir daginn. Veiðimenn af gömlu kynslóðinni sem hafa veitt í vatninu í nokkra áratugi segja að það sé komið í sinn gamla góða gír. Veiðin virðist vera góð um allt vatn þó síst í syðri hlutanum af því. Það er mikil eftirsókn í leyfi í Hlíðarvatn enda ekki nema 14 stangir leyfðar í vatninu í einu. Þegar grennslast var fyrir um laus leyfi fannst eitthvað hjá Ármönnum í júní en annars var uppselt hjá öllum. Töluvert er þó laust í júlí, ágúst og september og það er líka fínn tími í vatninu. Við mælum þó klárlega með að þeir sem eru að fara í fyrsta skipti leiti allra upplýsinga með veiðistaði, flugur, veiðiaðferðir o.s.fr. til að tryggja árangur. Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði
Hlíðarvatn er eitt af skemmtilegustu bleikjuvötnum landsins og hefur veiðin þar oft verið ævintýri líkust. Það eru margir veiðimenn sem hafa veitt vatnið lengi og þekkja það vel en þeir gera yfirleitt góða veiði þegar minna aflast hjá öðrum. Það spilar þekkingin á vatninu einmitt stórann þátt. Veiðin hefur verið upp og ofan síðustu ár og var meira að segja svo slöpp á tímabili að áhyggjur voru orðnar miklar af afkomu bleikjunnar í vatninu. Það er þó ljóst að miðað við veiðina síðustu daga má leggja þær áhyggjur á hilluna því fantafín veiði hefur verið í vatninu. Það er þó ennþá munur á veiðitölum hjá þeim sem þekkja vatnið vel og þeim sem eru t.d. að koma þangað í fyrsta skipti en sem dæmi um góðar veiðitölur hjá vönum mönnum gerðu tveir félagar góðann dag í fyrradag með hátt í 40 bleikjur eftir daginn. Veiðimenn af gömlu kynslóðinni sem hafa veitt í vatninu í nokkra áratugi segja að það sé komið í sinn gamla góða gír. Veiðin virðist vera góð um allt vatn þó síst í syðri hlutanum af því. Það er mikil eftirsókn í leyfi í Hlíðarvatn enda ekki nema 14 stangir leyfðar í vatninu í einu. Þegar grennslast var fyrir um laus leyfi fannst eitthvað hjá Ármönnum í júní en annars var uppselt hjá öllum. Töluvert er þó laust í júlí, ágúst og september og það er líka fínn tími í vatninu. Við mælum þó klárlega með að þeir sem eru að fara í fyrsta skipti leiti allra upplýsinga með veiðistaði, flugur, veiðiaðferðir o.s.fr. til að tryggja árangur.
Mest lesið Ekki henda girnisafgöngum við veiðistaðinn þinn Veiði Strippið og dauðarekið Veiði Góð byrjun á sjóbirtingsveiðinni Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Yfirfall í Jöklu í september Veiði Norðurá tvöfalt betri; Blanda þrefaldar veiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Hraunsfjörður farinn að gefa flottar bleikjur Veiði