30 punda urriði á land á ION svæðinu Karl Lúðvíksson skrifar 29. maí 2016 11:00 Stóri urriðinn af ION svæðinu Mynd: Stefán Kristjánsson Veiðin á ION svæðinu er búin að vera góð allt frá opnun og einhverjir áttu kannski von á að ró væri farin að færast yfir svæðið. Það er þó aldeilis ekki þannig því veiðin síðustu daga hefur verið með afbrigðum góð og það sem einkennir aflann er nokkuð hærri meðalþyngd/meðalstærð heldur en framan af veiðitímanum. Algengt er að urriðinn sem er að veiðast núna sé 10-20 punda og það sem meira er er að það virðist vera mikið af honum bæði í Þorsteinsvík og í Ölfusvatnsós en þessir tveir veiðistaðir tilheyra svæðinu sem er yfirleitt kallað ION svæðið. Svo eru fréttir af því í morgun að sannkallaður risi hafi verið dreginn og þurrt og eins og myndin ber með sér sést að þetta er líklega einn af stærstu fiskunum sem hafa veiðst þarna á þessu tímabili. Þessi urriði er líklega um 30 pund og sver eftir því eins og myndin ber með sér. Friðunarstefnan sem sett var við vatnið er að skila þessum stóru fiskum á færi veiðimanna og gerir vatnið að einum eftirsóttasta veiðistað fyrir stórurriða á heimsvísu. Bleikjan er síðan hægt og rólega að láta sjá sig á veiðislóðum við vatnið og það má þess vegna reikna með auknum fjölda veiðimanna á vinsælum veiðistöðum við vatnið eins og alltaf á sumrin. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði
Veiðin á ION svæðinu er búin að vera góð allt frá opnun og einhverjir áttu kannski von á að ró væri farin að færast yfir svæðið. Það er þó aldeilis ekki þannig því veiðin síðustu daga hefur verið með afbrigðum góð og það sem einkennir aflann er nokkuð hærri meðalþyngd/meðalstærð heldur en framan af veiðitímanum. Algengt er að urriðinn sem er að veiðast núna sé 10-20 punda og það sem meira er er að það virðist vera mikið af honum bæði í Þorsteinsvík og í Ölfusvatnsós en þessir tveir veiðistaðir tilheyra svæðinu sem er yfirleitt kallað ION svæðið. Svo eru fréttir af því í morgun að sannkallaður risi hafi verið dreginn og þurrt og eins og myndin ber með sér sést að þetta er líklega einn af stærstu fiskunum sem hafa veiðst þarna á þessu tímabili. Þessi urriði er líklega um 30 pund og sver eftir því eins og myndin ber með sér. Friðunarstefnan sem sett var við vatnið er að skila þessum stóru fiskum á færi veiðimanna og gerir vatnið að einum eftirsóttasta veiðistað fyrir stórurriða á heimsvísu. Bleikjan er síðan hægt og rólega að láta sjá sig á veiðislóðum við vatnið og það má þess vegna reikna með auknum fjölda veiðimanna á vinsælum veiðistöðum við vatnið eins og alltaf á sumrin.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Sogið greinilega að taka við sér Veiði Helgarviðtal: Veiddi í átta ár án þess að sjá lax (seinni hluti) Veiði Nýr leigutaki tekur við Stóru Laxá Veiði Ein af veiðnustu flugunum í silung Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Regnbogasilungur að veiðast víða á vestfjörðum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði