Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:22 Branderburgarhliðið í Berlín, einnum vinsælasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. vísir/getty Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira