Nokkur góð ráð fyrir vatnaveiði að vori Karl Lúðvíksson skrifar 23. apríl 2016 12:00 Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Núna eru vötnin að opna öll fyrsta maí en nokkur hafa þegar verið opnuð og veiðin virðist fara ágætlega af stað. Það er mikill munur á skilyrðum núna miðað við í fyrra því vorið núna er mun hlýrra en 2015 og það á eftir að hjálpa mikið til við að koma líríkinu í vötnunum í gang. Það hjálpar síðan veiðimönnum því þá fer fiskurinn víða í ætisleit í vötnunum og oft vill veiðast betur við þær aðstæður heldur en í köldu vorvatni. Málið er að fiskurinn er þegar farinn að éta það æti sem honum býðst á þessum árstíma og þrátt fyrir að klakið á mýlirfum sé lítið ennþá er mikið æti á botninum. Þar má nefna t.d. mýlirfur á hinum ýmsu stigum og vatnakuðung. Það eru nokkrar flugur sem líkja eftir þessu æti og þæa eru í nokkrum útgáfum. Þeir sem eru duglegir að hnýta skoða innihald magans í fiskinum og hnýta svo eftir því, það hefur löngum gefið góða raun að líkja sem best eftir útliti og því sem skiptir líka máli í fluguveiði en það er hreyfing ætisins. Þegar líkt er eftir mýlirfu er yfirleitt dregið inn í mjög litlum og hröðum kippum en það líkir eftir hreyfingu lirfunar í vatninu. Þá er best að nota langan taum, alveg rúmlega eina og hálfa stangarlengd og passa að taumurinn sé eins grannur og þú þorir að nota. Myndi mæla með 4-6 pund. Muna að leyfa flugunni að sökkva vel. Þegar líkt er eftir vatnakuðung þarf aftur á móti að láta fluguna sökkva eins djúpt og kostur er og þarna skiptir máli að hafa góða hugmynd um hversu djúpt vatnið er það sem þú ert að kasta. Taumurinn er ein til tvær stangarlengdir. Þegar flugan hefur fengið að sökkva í smá stund er dregið inn, mjög hægt. Þú gætir fest þig í botni nokkru sinnum en ef það gerist þá er eitt ágætt ráð. Teldu þegar flugan sekkur og ef þú ert að festa þig, teldu minna. Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði
Núna eru vötnin að opna öll fyrsta maí en nokkur hafa þegar verið opnuð og veiðin virðist fara ágætlega af stað. Það er mikill munur á skilyrðum núna miðað við í fyrra því vorið núna er mun hlýrra en 2015 og það á eftir að hjálpa mikið til við að koma líríkinu í vötnunum í gang. Það hjálpar síðan veiðimönnum því þá fer fiskurinn víða í ætisleit í vötnunum og oft vill veiðast betur við þær aðstæður heldur en í köldu vorvatni. Málið er að fiskurinn er þegar farinn að éta það æti sem honum býðst á þessum árstíma og þrátt fyrir að klakið á mýlirfum sé lítið ennþá er mikið æti á botninum. Þar má nefna t.d. mýlirfur á hinum ýmsu stigum og vatnakuðung. Það eru nokkrar flugur sem líkja eftir þessu æti og þæa eru í nokkrum útgáfum. Þeir sem eru duglegir að hnýta skoða innihald magans í fiskinum og hnýta svo eftir því, það hefur löngum gefið góða raun að líkja sem best eftir útliti og því sem skiptir líka máli í fluguveiði en það er hreyfing ætisins. Þegar líkt er eftir mýlirfu er yfirleitt dregið inn í mjög litlum og hröðum kippum en það líkir eftir hreyfingu lirfunar í vatninu. Þá er best að nota langan taum, alveg rúmlega eina og hálfa stangarlengd og passa að taumurinn sé eins grannur og þú þorir að nota. Myndi mæla með 4-6 pund. Muna að leyfa flugunni að sökkva vel. Þegar líkt er eftir vatnakuðung þarf aftur á móti að láta fluguna sökkva eins djúpt og kostur er og þarna skiptir máli að hafa góða hugmynd um hversu djúpt vatnið er það sem þú ert að kasta. Taumurinn er ein til tvær stangarlengdir. Þegar flugan hefur fengið að sökkva í smá stund er dregið inn, mjög hægt. Þú gætir fest þig í botni nokkru sinnum en ef það gerist þá er eitt ágætt ráð. Teldu þegar flugan sekkur og ef þú ert að festa þig, teldu minna.
Mest lesið Nokkrir hnútar fyrir veiðina Veiði 100 sm urriði úr Þingvallavatni Veiði Norðlingafljót opnar með 11 löxum Veiði Saga stangveiða: Að kasta 139,70 metra Veiði Laxinn dreifir sér vel í Korpu Veiði Beituveiðimenn staðnir að verki á Þingvöllum Veiði Veiðimenn kvarta undan litlu eftirliti við Elliðavatn Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Bleikjan á hálendinu að vakna Veiði Tungsten púpur er málið í köldu vatni Veiði