Ástundun skilar árangri á Þingvöllum Karl Lúðvíksson skrifar 25. apríl 2016 09:04 Tommi með flottann urriða úr Þingvallavatni þetta vorið. Mynd: www.veidikortid.is Þeir sem hafa séð stóru urriðana á Þingvöllum og kannski sett í einn hætta seint að reyna að setja í annan enda er erfiðari barátta vandfundin. Stóri urriðinn í Þingvallavatni er orðinn gífurlega eftirsóttur fiskur til að veiða og það sést kannski best á að einn besta svæðið til að veiða hann við Þingvallavatn er löngu uppselt þrátt fyrir að leyfin séu á 35.000 dagurinn. Önnur vinsæl svæði sem eru í útleigu eru sömuleiðis vel sótt. Flestir fara þó í Þjóðgarðinn með Veiðikortið í hönd. Að veiða í Þjóðgarðinum er frábær skemmtun en það verður þó að taka eitt fram fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veiði á urriða í Þingvallavatni. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir sem veiða vel eru búnir að stunda þenna veiðiskap í nokkur ár og þekkja hegðun fiskins, hvað hann vill taka og hvenær hann vill taka það. Þetta er afrakstur mikillar ástundunar og það má með raun segja að þú setjir í fisk kannski þriðja eða fjórða hvert skipti. En málið er að það er nákvæmlega það sem gerir þetta þess virði. Þegar 10-15 punda urriði tekur fluguna er ekkert nart, það er bara tekið í of miklum ákafa svo það fer ekkert framhjá þér að það er fiskur að rífa í fluguna hjá þér. Það hefur veiðst ágætlega, miðað við ofangreindar forsendur, fyrir landi Þjóðgarðsins um helgina og ennþá eru 2-3 góðar vikur eftir þar sem góð von er á urriða en svo fljótlega eftir miðjan maí hverfur hann í dýpið og bleikjan tekur við. það er efni í aðra grein. Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði
Þeir sem hafa séð stóru urriðana á Þingvöllum og kannski sett í einn hætta seint að reyna að setja í annan enda er erfiðari barátta vandfundin. Stóri urriðinn í Þingvallavatni er orðinn gífurlega eftirsóttur fiskur til að veiða og það sést kannski best á að einn besta svæðið til að veiða hann við Þingvallavatn er löngu uppselt þrátt fyrir að leyfin séu á 35.000 dagurinn. Önnur vinsæl svæði sem eru í útleigu eru sömuleiðis vel sótt. Flestir fara þó í Þjóðgarðinn með Veiðikortið í hönd. Að veiða í Þjóðgarðinum er frábær skemmtun en það verður þó að taka eitt fram fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í veiði á urriða í Þingvallavatni. Þetta er sýnd veiði en ekki gefin. Þeir sem veiða vel eru búnir að stunda þenna veiðiskap í nokkur ár og þekkja hegðun fiskins, hvað hann vill taka og hvenær hann vill taka það. Þetta er afrakstur mikillar ástundunar og það má með raun segja að þú setjir í fisk kannski þriðja eða fjórða hvert skipti. En málið er að það er nákvæmlega það sem gerir þetta þess virði. Þegar 10-15 punda urriði tekur fluguna er ekkert nart, það er bara tekið í of miklum ákafa svo það fer ekkert framhjá þér að það er fiskur að rífa í fluguna hjá þér. Það hefur veiðst ágætlega, miðað við ofangreindar forsendur, fyrir landi Þjóðgarðsins um helgina og ennþá eru 2-3 góðar vikur eftir þar sem góð von er á urriða en svo fljótlega eftir miðjan maí hverfur hann í dýpið og bleikjan tekur við. það er efni í aðra grein.
Mest lesið Ný glær flotlína frá Airflo Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Ágæt veiði í opnun Veiðivatna þrátt fyrir kulda og trekk Veiði Kamparí, Viðbjóður og Klingenberg Veiði Kannski engin mokveiði en alltaf vænir fiskar Veiði Hreggnasi semur um Grímsá til 10 ára Veiði 17 stórlaxar á land fyrsta daginn í Víðidalsá Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Miðá í Dölum til SVFR Veiði Stórlaxarnir farnir að sýna sig á Nessvæðinu í Aðaldal Veiði