Innlent

Traust almennings til lögreglu, borgarstjórnar og dómskerfisins minnkar

Atli Ísleifsson skrifar
Tæplega 19 prósent bera mikið traust til borgarstjórnar Reykjavíkur og er það lægra hlutfall en síðustu ár.
Tæplega 19 prósent bera mikið traust til borgarstjórnar Reykjavíkur og er það lægra hlutfall en síðustu ár. Vísir/Stefán
Almenningur ber mest traust til Landhelgisgæslunnar og minnst til bankakerfisins af þeim stofnunum samfélagsins sem spurt var um í nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. 92 prósent Íslendinga bera traust til Landhelgisgæslunnar, en tólf prósent til bankakerfsins.

Lögreglan nýtur trausts rúmlega 74 prósent landsmanna, minnkar um þrjú prósent milli kannanna og hefur ekki mælst lægra í tíu ár. Ríflega 72 prósent svarenda bera mikið traust til Háskóla Íslands.

„Rúmlega 57% bera mikið traust til embættis forseta Íslands en það er hærra hlutfall en síðustu tvö ár. Ríflega 52% bera mikið traust til umboðsmanns Alþingis, nær 51% til ríkissaksóknara og ríflega 48% til ríkissáttasemjara.

Ríflega 46% bera mikið traust til heilbrigðiskerfisins en það er mun lægra en hefur áður mælst. Nær 39% bera mikið traust til þjóðkirkjunnar.

Rúmlega 32% bera mikið traust til dómskerfisins og er það lægra hlutfall en síðustu ár.

Ríflega 29% bera mikið traust til Seðlabankans, nær 28% til embættis umboðsmanns skuldara og 22% til fjármálaeftirlitsins.

Tæplega 19% bera mikið traust til borgarstjórnar Reykjavíkur og er það lægra hlutfall en síðustu ár, 17% bera mikið traust til Alþingis og rúmlega 12% til bankakerfisins,“ segir í tilkynningu frá Gallup.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×