Viðskipti erlent

Segja Brexit geta verið heimsáfall

Samúel Karl Ólason skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ferðast nú um landið og hvetur fólk til að kjósa gegn tillögunni.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ferðast nú um landið og hvetur fólk til að kjósa gegn tillögunni. Vísir/EPA
Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna vara við því að Bretar yfirgefi Evrópusambandið. Þeir segja að afleiðingarnar af því gætu verið mikið áfall fyrir heiminn og segja málið vera háalvarlegt. Bretar munu kjósa um að yfirgefa ESB þann 23. júní.

Fjármálaráðherrarnir telja ólíklegt að brottför Breta myndi hafa jákvæðar afleiðingar í Bretlandi.

Samkvæmt frétt Business Insider óttast bankarnir í Bretlandi þá niðurstöðu. Royal Bank of Scotland segir að það gæti mögulega þýtt endalok bankans. Bankar hafa þegar gripið til aðgerða til að verja sig ef niðurstaðan verður brottför Bretlands úr ESB.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ferðast nú um landið og hvetur fólk til að kjósa gegn tillögunni. Hann segir að Bretlandi yrði betur borgið innan ESB eftir að hann samdi um breyttan aðildarsamning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×