Innlent

Meintur kynferðisbrotamaður í farbanni til þriðjudags

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hótelið Room with a view er staðsett á Laugavegi 18.
Hótelið Room with a view er staðsett á Laugavegi 18. Vísir/Anton Brink
Erlendur ferðamaður sem sætir rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart íslenskri konu aðfaranótt sunnudags er laus úr gæsluvarðhaldi. Hann hefur hins vegar verið úrskurðaður í farbann til þriðjudags.

Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis, sem sjá má hér að neðan, var maðurinn hluti af fjölmennum hópi sem kom hingað til lands tl að steggja sameiginlega vin. Gistu þeir á hótelinu Room with a view á Laugavegi en var vísað af hótelinu eftir að lögregla handtók manninn og samferðamenn hans voru teknir til skýrslutöku.

Konan lagði fram kæru á hendur manninum sem er sem fyrr segir laus úr haldi en má ekki yfirgefa landið fyrr en á þriðjudag. Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, segir að rannsókn miði vel og stefnt sé á að ljúka henni innan tíðar. Hann vill ekki gefa uppi hvert kynferðisbrotið sé sem maðurinn er grunaður um.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×