Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Karl Lúðvíksson skrifar 30. ágúst 2016 12:55 Jón Þór með 20 punda hæng af Nessvæðinu Við erum nýbúin að greina frá stórlaxaveiðum á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal en þar er lítið lát á veiði á stórlöxum. Í morgun komu hið minnsta tveir á land sem vitað er um og aðrir tveir komu á land í gær ásamt því að Hafsteinn Orri Ingvason náði stærstu hrygnu sumarsins sem var á að giska um 26 pund. Það er með ólíkindum hvað mikið hefur veiðst af 100 sm og stærri löxum þar í sumar og það er ennþá nóg eftir af tímabilinu til að bæta um betur. Jón Þór Tynes og Jason Guðmundsson komust í 20 punda klúbbinn í hollinu sem er nú að ljúka veiðum en Jón þór sem hefur veitt þetta svæði lengi hefur þrátt fyrir mikla ástundun ekki náð því fyrr en nú að komast í klúbbinn. Við óskum honum og Jason til lukku með stórlaxana og bíðum spennt fregna af fleiri löxum í yfirstærð sem veiðast á Nesi í haust. Það fór loksins að rigna í dag á vesturlandi og norðvesturlandi svo það er vonandi að hækka vatnið í ánum sem svo sárlega hafa þurft hressilega vætu á tímabilinu og það gæti þýtt að lokaspretturinn í ánum verði góður. Mest lesið Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði
Við erum nýbúin að greina frá stórlaxaveiðum á Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal en þar er lítið lát á veiði á stórlöxum. Í morgun komu hið minnsta tveir á land sem vitað er um og aðrir tveir komu á land í gær ásamt því að Hafsteinn Orri Ingvason náði stærstu hrygnu sumarsins sem var á að giska um 26 pund. Það er með ólíkindum hvað mikið hefur veiðst af 100 sm og stærri löxum þar í sumar og það er ennþá nóg eftir af tímabilinu til að bæta um betur. Jón Þór Tynes og Jason Guðmundsson komust í 20 punda klúbbinn í hollinu sem er nú að ljúka veiðum en Jón þór sem hefur veitt þetta svæði lengi hefur þrátt fyrir mikla ástundun ekki náð því fyrr en nú að komast í klúbbinn. Við óskum honum og Jason til lukku með stórlaxana og bíðum spennt fregna af fleiri löxum í yfirstærð sem veiðast á Nesi í haust. Það fór loksins að rigna í dag á vesturlandi og norðvesturlandi svo það er vonandi að hækka vatnið í ánum sem svo sárlega hafa þurft hressilega vætu á tímabilinu og það gæti þýtt að lokaspretturinn í ánum verði góður.
Mest lesið Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Rjúpnaveiðin byrjar á morgun Veiði Bleikjan loksins mætt í þjóðgarðinn Veiði Blanda opnar með 15 löxum fyrsta daginn Veiði Hlíðarvatn er að komast í gang Veiði Urriðafoss klárlega óvæntasta veiðisvæði ársins Veiði Góð byrjun í Haffjarðará Veiði Metalica tískuflugan þetta sumarið Veiði Sumarblað Veiðimannsins er komið út Veiði Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Veiði