186 laxar á land á einni vakt í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 5. september 2016 10:45 Tekist á við lax í Djúpós í Ytri Rangá Ytri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin á þessu tímabili sem er þó ekki lokið en það er ljóst að áin á eftir að klára sumarið á toppnum. Fluguveiðitímabilinu er lokið og nú má veiða á maðk samhliða flugunni. Það var heldur betur líflegt á bökkunum þegar á fyrstu vakt eftir að maðkurinn fór út í en alls var 186 löxum landað. Það er mikill fiskur í ánni og ennþá er meira en mánuður eftir af tímabilinu svo áinn á mikið inni. Síðustu tölur úr ánni, sem reyndar eru síðan á miðvikudaginn, gáfu upp 6.309 laxa heildarveiði en hún verður líklega dottin í um 7.000 laxa þegar næsta samantekt hjá Landssambandi Veiðifélaga fer fram næsta miðvikudag. Það er þegar orðin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum á næsta ári og mikill fjöldi veiðimanna sem hefur verið að veiða í sumar bókar sína daga aftur að ári. Veiðin róaðist aðeins síðustu tvær vikurnar enda hefur verið afar gott veður á landinu sem gerði veiðimönnum veiðina heldur erfiða. Það er ennþá nokkur fiskur að ganga í Ytri Rangá til viðbótar því magni sem er í ánni svo þeir sem eiga bókaða daga í haust eiga gott í vændum. Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði
Ytri Rangá er sem fyrr aflahæsta áin á þessu tímabili sem er þó ekki lokið en það er ljóst að áin á eftir að klára sumarið á toppnum. Fluguveiðitímabilinu er lokið og nú má veiða á maðk samhliða flugunni. Það var heldur betur líflegt á bökkunum þegar á fyrstu vakt eftir að maðkurinn fór út í en alls var 186 löxum landað. Það er mikill fiskur í ánni og ennþá er meira en mánuður eftir af tímabilinu svo áinn á mikið inni. Síðustu tölur úr ánni, sem reyndar eru síðan á miðvikudaginn, gáfu upp 6.309 laxa heildarveiði en hún verður líklega dottin í um 7.000 laxa þegar næsta samantekt hjá Landssambandi Veiðifélaga fer fram næsta miðvikudag. Það er þegar orðin mikil eftirspurn eftir veiðileyfum á næsta ári og mikill fjöldi veiðimanna sem hefur verið að veiða í sumar bókar sína daga aftur að ári. Veiðin róaðist aðeins síðustu tvær vikurnar enda hefur verið afar gott veður á landinu sem gerði veiðimönnum veiðina heldur erfiða. Það er ennþá nokkur fiskur að ganga í Ytri Rangá til viðbótar því magni sem er í ánni svo þeir sem eiga bókaða daga í haust eiga gott í vændum.
Mest lesið Tilkynning frá Veiðimálastofnun Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Árbót og Tjörn aftur með Nesveiðum Veiði Bubbi með 103 sm lax af Nessvæðinu Veiði Allt um veiðihnúta Veiði Fyrstu mistökin eru að vaða of langt út í Veiði Lukkupottur innsendra veiðifrétta, vorum að draga! Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði 80 laxa dagur úr Ytri Rangá Veiði Rjúpan kostar allt að 5000 krónur stykkið Veiði