Góð andaveiði um allt land Karl Lúðvíksson skrifar 6. desember 2016 09:40 Skyttur landsins brosa breitt þessa dagana enda hefur veðrið verið þannig að það er ennþá nóg af gæs á landinu og sjaldan eða aldrei veiðst jafnvel af önd. Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það væri ennþá verið að skjóta gæs á landinu og er það svo að mikið af fugli heldur til á á vestur og suðurlandi og þar er ennþá skotin gæs enda virðist vera nóg af henni. Þeir sem hafa fengið nægju sína af gæs eru komnir á andaskytterí og svo eru það þeir sem vilja heilt yfir heldur veiða önd en gæs og þeir veiðimenn eru afar sáttir með útkomuna í haust. Flestir tala um að það hafi sjaldan verið jafn mikið af önd á veiðislóð og greinilegt að kollurnar komu upp stórum hluta unganna eftir varp. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið á þann veg sem andaskyttur vildu helst hafa er ekki verið að kvarta mikið því það veiðist vel svo til alla daga þrátt fyrir hlýindi. Annað sem andaskyttur hafa haft á orði er aukin eftirspurn eftir villtri önd í hátíðarmatinn. Einhverjir tengja það við að það voru margir sem náðu ekki rjúpum fyrir jólin en vilja alls ekki sleppa því að hafa villibráð yfir hátíðarnar. Þá er fínt að prófa eitthvað annað og villt önd er afbragðs villibráð, gefur í raun rjúpum ekki mikið eftir. Verðið á öndinni er líka gott eða 2000-2500 kr fyrir stykkið reitt og sviðið og dugar ein góð önd vel fyrir tvo fullorðna. Það má benda þeim sem leita eftir villtri önd í hátíðarmatinn á spjallþræði um villibráð og skotveiðar á Facebook en þeir eru nokkrir. Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði
Skyttur landsins brosa breitt þessa dagana enda hefur veðrið verið þannig að það er ennþá nóg af gæs á landinu og sjaldan eða aldrei veiðst jafnvel af önd. Við sögðum frá því fyrir skemmstu að það væri ennþá verið að skjóta gæs á landinu og er það svo að mikið af fugli heldur til á á vestur og suðurlandi og þar er ennþá skotin gæs enda virðist vera nóg af henni. Þeir sem hafa fengið nægju sína af gæs eru komnir á andaskytterí og svo eru það þeir sem vilja heilt yfir heldur veiða önd en gæs og þeir veiðimenn eru afar sáttir með útkomuna í haust. Flestir tala um að það hafi sjaldan verið jafn mikið af önd á veiðislóð og greinilegt að kollurnar komu upp stórum hluta unganna eftir varp. Þrátt fyrir að veðrið hafi ekki verið á þann veg sem andaskyttur vildu helst hafa er ekki verið að kvarta mikið því það veiðist vel svo til alla daga þrátt fyrir hlýindi. Annað sem andaskyttur hafa haft á orði er aukin eftirspurn eftir villtri önd í hátíðarmatinn. Einhverjir tengja það við að það voru margir sem náðu ekki rjúpum fyrir jólin en vilja alls ekki sleppa því að hafa villibráð yfir hátíðarnar. Þá er fínt að prófa eitthvað annað og villt önd er afbragðs villibráð, gefur í raun rjúpum ekki mikið eftir. Verðið á öndinni er líka gott eða 2000-2500 kr fyrir stykkið reitt og sviðið og dugar ein góð önd vel fyrir tvo fullorðna. Það má benda þeim sem leita eftir villtri önd í hátíðarmatinn á spjallþræði um villibráð og skotveiðar á Facebook en þeir eru nokkrir.
Mest lesið Varmá að koma sterk inn með hækkandi vatni Veiði Rjúpnahelgi framundan Veiði Sjóbleikjan gefur sig víða þessa dagana Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Skrínan: Einstök skráning veiði í heiminum Veiði Laxá í Aðaldal: Átta laxar á sólríkum degi Veiði Fyrstu fiskarnir komnir úr austurbakka Hólsár Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Breytingar á veiðireglum í Rangánum Veiði Gæsaveiðin er búin að vera góð Veiði