Mokveiðist í Tungulæk Karl Lúðvíksson skrifar 10. apríl 2016 10:07 Jónatan með flottann sjóbirting úr Tungulæk Mynd: Tungulækur.is Tungulækur er líklega eitt af bestu sjóbirtings veiðisvæðum landsins og þeir sem veiða það einu sinni dreymir það alltaf aftur. Það eru kannski ekki margir veiðistaðir eða víðfemmt veiðisvæðið sem veiðimenn hrósa í hásterrt heldur veiðin. Ævintýralegar tölur eru nefndar þegar veiðin í vor ber á góma og er svo komið að líklega hafa meira en 400 fiskar verið dregnir á land á þessum tíu dögum síðan veiði hófst. Sumir staðirnir eru hreinlega pakkaðir af fiski. Veiðimaður sem við ræddum við nýlega var í Vatnamótunum að veiða og gerði ágætis veiði en félagi hans var í Tungulæk og gat ekki klárað síðustu vaktina og bauð hinum fyrrnefnda að mæta. Það er skemmst frá því að segja en á einnu vakt landaði þessi ágæti veiðimaður 30 sjóbirtingum og einum laxi. Það er því spennandi að eiga daga þarna á næstunni. Það má nefna að af þessum fjölda sem er þegar kominn í veiðibækurnar veiddust um 80 af þeim strax á fyrsta degi. Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði
Tungulækur er líklega eitt af bestu sjóbirtings veiðisvæðum landsins og þeir sem veiða það einu sinni dreymir það alltaf aftur. Það eru kannski ekki margir veiðistaðir eða víðfemmt veiðisvæðið sem veiðimenn hrósa í hásterrt heldur veiðin. Ævintýralegar tölur eru nefndar þegar veiðin í vor ber á góma og er svo komið að líklega hafa meira en 400 fiskar verið dregnir á land á þessum tíu dögum síðan veiði hófst. Sumir staðirnir eru hreinlega pakkaðir af fiski. Veiðimaður sem við ræddum við nýlega var í Vatnamótunum að veiða og gerði ágætis veiði en félagi hans var í Tungulæk og gat ekki klárað síðustu vaktina og bauð hinum fyrrnefnda að mæta. Það er skemmst frá því að segja en á einnu vakt landaði þessi ágæti veiðimaður 30 sjóbirtingum og einum laxi. Það er því spennandi að eiga daga þarna á næstunni. Það má nefna að af þessum fjölda sem er þegar kominn í veiðibækurnar veiddust um 80 af þeim strax á fyrsta degi.
Mest lesið Gerðum eins gott tilboð og við gátum Veiði Veiddi maríulaxinn í Flókadalsá Veiði Breiðdalsá: Meðalþyngdin 10 pund í sumar! Veiði Söluskrá SVFR: Óbreytt verð á 17 svæðum og lækkað verð á einu Veiði Tilraun með merkingar í Víðidalsá Veiði Flokkur manna kemur Ásgarðshúsinu í stand Veiði Laxinn mættur í Norðurá Veiði Önnur helgin í röð afleit til rjúpnaveiða Veiði Ytri Rangá komin yfir 3.000 laxa Veiði Kenna stangveiði í grunnskólanum Veiði