Uppselt í Hrútafjarðará Karl Lúðvíksson skrifar 29. janúar 2016 14:57 Vænn lax þreyttur í Hrútafjarðará Mynd: www.strengir.is Það hefur verið gífurlega mikið bókað í laxveiðiárnar fyrir komandi sumar og það er ekkert skrítið miðað við frábæra veiði í ánum sumarið 2015. Við höfum þegar greint frá nokkrum ám sem eru uppseldar en þeirra á meðal eru t.d. Grímsá, Laxá í Dölum, Hítará, Miðfjarðará og Laxá í Kjós og vel gengur að bóka í hinar árnar en besti tíminn eiginlega að verða búinn eða þegar orðinn búinn í öllum bestu ánum á landinu. Hrútafjarðará er ein af þeim sem nú þegar er uppseld og þar komust færri að en vilja. Veiðin í Hrútafjarðará var 850 laxar í fyrra sem var metveiði. Það er veiðiþjónustan Strengir sem er með Hrútafjarðará á sínum snærum. Af öðrum svæðum innan Strengja má nefna að Breiðdalsá er meira bókuð líka en það má sjá þó stangir lausar í júlí og örfáar í ágúst. September er með töluvert meira af lausum dögum, þó er veiðin oftar en ekki mjög drjúg þá á haustin. Af Jöklusvæðum er Jökla I og Fögruhlíðará ágætlega bókuð í júlí og ágúst, en örfáar stangir þó lausar hér og þar flestar vikurnar í þessum mánuðum. Meira er laust þar í september. Svæðin ofar í Jöklu eða Jökla II og III eiga mikið af lausum stöngum eins og er. Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði
Það hefur verið gífurlega mikið bókað í laxveiðiárnar fyrir komandi sumar og það er ekkert skrítið miðað við frábæra veiði í ánum sumarið 2015. Við höfum þegar greint frá nokkrum ám sem eru uppseldar en þeirra á meðal eru t.d. Grímsá, Laxá í Dölum, Hítará, Miðfjarðará og Laxá í Kjós og vel gengur að bóka í hinar árnar en besti tíminn eiginlega að verða búinn eða þegar orðinn búinn í öllum bestu ánum á landinu. Hrútafjarðará er ein af þeim sem nú þegar er uppseld og þar komust færri að en vilja. Veiðin í Hrútafjarðará var 850 laxar í fyrra sem var metveiði. Það er veiðiþjónustan Strengir sem er með Hrútafjarðará á sínum snærum. Af öðrum svæðum innan Strengja má nefna að Breiðdalsá er meira bókuð líka en það má sjá þó stangir lausar í júlí og örfáar í ágúst. September er með töluvert meira af lausum dögum, þó er veiðin oftar en ekki mjög drjúg þá á haustin. Af Jöklusvæðum er Jökla I og Fögruhlíðará ágætlega bókuð í júlí og ágúst, en örfáar stangir þó lausar hér og þar flestar vikurnar í þessum mánuðum. Meira er laust þar í september. Svæðin ofar í Jöklu eða Jökla II og III eiga mikið af lausum stöngum eins og er.
Mest lesið Gamalt deilumál í deiglunni Veiði Áhugaverðar tölur í laxateljurum Veiði Nýr 10 ára samningur um Laxá í Dölum Veiði Flott opnun í Affallinu og Þverá í Fljótshlíð Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Gunnar Bender stendur Veiðivaktina enn eitt sumarið Veiði Veiðitölur LV: Litlu árnar að gefa flotta veiði Veiði Kýs að hnýta flugur með konum Veiði Ekki gleyma hinum "krakkavænu" ánum! Veiði Dunká komin til SVFR Veiði