Gæs marineruð í jólabjór eða malti Karl Lúðvíksson skrifar 13. desember 2016 10:09 Veiðimenn eins og aðrir landsmenn eru í óðaönn að undirbúa jólahátíðina og það sem margir gera á þessum árstíma er að prófa nýjar uppskriftir á villibráð. Það er reglulega gaman að fá vini og fjölskyldu í mat og bjóða uppá það sem veiðimenn fjölskyldunnar hafa veitt sjálfir og ekki síður skemmtilegt að bjóða eitthvað sem hefur ekki verið reynt að matreiða áður. Við hjá Veiðivísi erum að prófa eitt og annð þessa dagana og ætlum að deila með ykkur þeim uppskriftum og ráðum sem okkur finnst vert að prófa. Eitt af því sem hefur verið prófað í tilraunaeldhúsinu er að marinera gæs og önd í jólabjór áður en hún er elduð og útkoman síðan prófuð. Það er búið að prófa nokkra jólabjóra og það sem hefur komið best út er að hafa hann dökkann eða Pale Ale hið minnsta en þeim mun dekkri sem hann er þeim mun meira bragð helst í bringunni. Það voru notaðar bringur af gæs í þessa tilraun en það má líka nota önd ef því er að skipta. Þetta er mjög einfalt en bringan er sett í zip-lock poka og jólabjór hellt í pokann þannig að bringann liggji vel í bjórnum og saltað pínulítið. Svona fær hún að standa yfir nótt í kæli. Síðan er hún steikt á heitri pönnu, smá salt og pipar, og bringunni "lokað". Síðan fer hún í 130 C heitann ofn í 5-7 mínútur síðan tekin út í 10 mín og aftur inní 5-7 mínútur en þetta fer aðeins eftir því hvað bringurnar eru stórar, stærri bringa þarf aðeins meiri tíma. Bringurnar voru mjög meyrar og það var gaman að finna bragðið af marineringunni (bjórnum) í gegnum villibráðarbragðið. Áfengið hverfur úr við eldunina en eftir stendur feyknagóð steik sem unnendur villibráðar ætti svo sannarlega að kunna vel við. Þeir sem vilja ekki nota bjór geta líka notað maltöl eða jólaöl en það er bara ekkert síðra. Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði
Veiðimenn eins og aðrir landsmenn eru í óðaönn að undirbúa jólahátíðina og það sem margir gera á þessum árstíma er að prófa nýjar uppskriftir á villibráð. Það er reglulega gaman að fá vini og fjölskyldu í mat og bjóða uppá það sem veiðimenn fjölskyldunnar hafa veitt sjálfir og ekki síður skemmtilegt að bjóða eitthvað sem hefur ekki verið reynt að matreiða áður. Við hjá Veiðivísi erum að prófa eitt og annð þessa dagana og ætlum að deila með ykkur þeim uppskriftum og ráðum sem okkur finnst vert að prófa. Eitt af því sem hefur verið prófað í tilraunaeldhúsinu er að marinera gæs og önd í jólabjór áður en hún er elduð og útkoman síðan prófuð. Það er búið að prófa nokkra jólabjóra og það sem hefur komið best út er að hafa hann dökkann eða Pale Ale hið minnsta en þeim mun dekkri sem hann er þeim mun meira bragð helst í bringunni. Það voru notaðar bringur af gæs í þessa tilraun en það má líka nota önd ef því er að skipta. Þetta er mjög einfalt en bringan er sett í zip-lock poka og jólabjór hellt í pokann þannig að bringann liggji vel í bjórnum og saltað pínulítið. Svona fær hún að standa yfir nótt í kæli. Síðan er hún steikt á heitri pönnu, smá salt og pipar, og bringunni "lokað". Síðan fer hún í 130 C heitann ofn í 5-7 mínútur síðan tekin út í 10 mín og aftur inní 5-7 mínútur en þetta fer aðeins eftir því hvað bringurnar eru stórar, stærri bringa þarf aðeins meiri tíma. Bringurnar voru mjög meyrar og það var gaman að finna bragðið af marineringunni (bjórnum) í gegnum villibráðarbragðið. Áfengið hverfur úr við eldunina en eftir stendur feyknagóð steik sem unnendur villibráðar ætti svo sannarlega að kunna vel við. Þeir sem vilja ekki nota bjór geta líka notað maltöl eða jólaöl en það er bara ekkert síðra.
Mest lesið 110 sm lax í Vatnsdalsá Veiði Hálendisveiðin róleg vegna kulda Veiði Góð veiði í vötnunum Veiði Frábærir lausir veiðidagar hjá SVFR Veiði Elliðaárnar og Langá yfir 100 laxa! Veiði Laxveiðin af stað með hvelli Veiði Góður gangur í Fnjóská Veiði Vatnaveiðin farin af stað Veiði Veiðin gengur vel í Elliðaánum Veiði Sjáðu laxana í teljaranum í Búðarfossi Veiði