Ágæt opnun í Veiðivötnum þrátt fyrir rok Karl Lúðvíksson skrifar 20. júní 2016 09:00 Flottur urriði úr Veiðivötnum Mynd: Tómas Skúlason Veiði hófst í Veiðivötnum á laugardaginn og þrátt fyrir leiðindaveður voru nokkrir veiðimenn með fína veiði. Veiðin í fyrra fór seint af stað vegna aðstæðna en vorið var afar kalt og ennþá ís á sumum vötnum. Það er allt annað að sjá aðstæður núna þegar fyrstu veiðimenn voru komnir á bakkann en allur ís er löngu farinn og ástand vatnana eins og best verður á kosið. Veiðin var með ágætum í Fossvötnum, Skálavötnum, Ónýtavatni, Litlasjó og í Hraunvötnum en þar veiddust allt að 6 punda fiskar. Í Hraunvötnum veiddust nokkrir stórir líka þar á meðal einn 8 punda og nokkrir rétt undir því. Vænir fiskar veiddust líka í Skálavötnum. Hlutfall flugu veiddra fiska eykst á hverju ári og alltaf eru veiðimenn að prófa sig áfram með nýjar flugur. Þær sem hafa verið vinsælar eru t.d. Grænn Nobbler, Gylltur Nobbler, Black Ghost og fleiri. Í vor komu fram nokkrar feykilega sterkar flugur í urriðann á Þingvöllum og Veiðivísir mælir klárlega með því að þær verði prófaðar því þær virðast vera afskaplega veiðnar. Flestar leiðir um vatnasvæðið eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði
Veiði hófst í Veiðivötnum á laugardaginn og þrátt fyrir leiðindaveður voru nokkrir veiðimenn með fína veiði. Veiðin í fyrra fór seint af stað vegna aðstæðna en vorið var afar kalt og ennþá ís á sumum vötnum. Það er allt annað að sjá aðstæður núna þegar fyrstu veiðimenn voru komnir á bakkann en allur ís er löngu farinn og ástand vatnana eins og best verður á kosið. Veiðin var með ágætum í Fossvötnum, Skálavötnum, Ónýtavatni, Litlasjó og í Hraunvötnum en þar veiddust allt að 6 punda fiskar. Í Hraunvötnum veiddust nokkrir stórir líka þar á meðal einn 8 punda og nokkrir rétt undir því. Vænir fiskar veiddust líka í Skálavötnum. Hlutfall flugu veiddra fiska eykst á hverju ári og alltaf eru veiðimenn að prófa sig áfram með nýjar flugur. Þær sem hafa verið vinsælar eru t.d. Grænn Nobbler, Gylltur Nobbler, Black Ghost og fleiri. Í vor komu fram nokkrar feykilega sterkar flugur í urriðann á Þingvöllum og Veiðivísir mælir klárlega með því að þær verði prófaðar því þær virðast vera afskaplega veiðnar. Flestar leiðir um vatnasvæðið eru greiðfærar, þó ennþá skaflar við Eyvík í Litlasjó og við Eskivatnsvað. Vöðin á ánum eru eins og best verður á kosið.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði