Dregið um leyfi í Elliðaánum á fimmtudaginn Karl Lúðvíksson skrifar 25. janúar 2016 16:04 Mynd: SVFR Næstkomandi fimmtudag, 28. janúar, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum fyrir sumarið 2016. Eins og í fyrra þá fer útdrátturinn fram á bökkum Elliðaánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega klukkan 20:00. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook síðu félagsins. Eins og endranær er mikill áhugi meðal félagsmanna SVFR að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni. Úthlutun á öðrum veiðisvæðum SVFR í fullum gangi og hefur stjórn félagsins staðið í ströngu við að fara yfir umsóknir og reyna að koma öllum veiðimönnum fyrir á þeim tímum og svæðum sem þeir sækja um. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir voru tæplega 1.000 talsins. Vegna þessa er brugðið á það ráð, eins og áður, að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverjir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins. Á myndinni hér að ofan má sjá hvaða vikur félagsmenn SVFR sóttu helst um, fyrir og eftir hádegi og stangarframboð. Flestar umsóknir eru fyrir hádegi í vikunni 11.-17. júlí og kemur ekki á óvart enda er laxinn þá genginn af krafti í ána og búinn að dreifa sér nokkuð. Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði
Næstkomandi fimmtudag, 28. janúar, verður dregið um veiðileyfi í Elliðaánum fyrir sumarið 2016. Eins og í fyrra þá fer útdrátturinn fram á bökkum Elliðaánna í húsnæði SVFR að Rafstöðvarvegi 14 og hefst stundvíslega klukkan 20:00. Áhugasömum er boðið að koma og fylgjast með en einnig verður fjallað ítarlega um útdráttinn á vef SVFR og á Facebook síðu félagsins. Eins og endranær er mikill áhugi meðal félagsmanna SVFR að veiða í Elliðaánum enda hefur veiðin undanfarin ár verið góð. Segja má að í Elliðaánum séu félagsmenn á heimavelli enda var félagið stofnað árið 1939 utan um leigu ánna og þar hafa fjölmargir veiðimenn tekið sín fyrstu skref í laxveiðinni. Úthlutun á öðrum veiðisvæðum SVFR í fullum gangi og hefur stjórn félagsins staðið í ströngu við að fara yfir umsóknir og reyna að koma öllum veiðimönnum fyrir á þeim tímum og svæðum sem þeir sækja um. Eins og við var að búast var töluverð umframeftirspurn eftir veiðileyfum í Elliðanum næsta sumar en umsóknir voru tæplega 1.000 talsins. Vegna þessa er brugðið á það ráð, eins og áður, að láta tölvu sjá um útdrátt leyfa líkt og hefur gefist vel við útdrátt hreindýraveiðileyfa. Félagsmenn SVFR sóttu í úthlutun um tiltekna viku sem þeir helst vilja veiða í og á fimmtudaginn kemur í ljós hverjir detta í lukkupottinn. Umsóknir þeirra sem ekki fá úthlutað leyfum fara í pott og verður dregið úr honum um lausa daga sem eftir standa. Fari svo að einhverjir dagar gangi ekki út verða þeir boðnir til sölu í vefsölu félagsins. Á myndinni hér að ofan má sjá hvaða vikur félagsmenn SVFR sóttu helst um, fyrir og eftir hádegi og stangarframboð. Flestar umsóknir eru fyrir hádegi í vikunni 11.-17. júlí og kemur ekki á óvart enda er laxinn þá genginn af krafti í ána og búinn að dreifa sér nokkuð.
Mest lesið Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Risalax úr Aðaldalnum og fleiri stórir hængar Veiði Veiðitímabilið lengt í Elliðaánum Veiði Tíu manna álma við Langárbyrgi Veiði Fyrsti laxinn kominn úr Stóru Laxá Veiði Spennandi veiðileyfi í lax í júní Veiði Rjúpnaveiðin fór ágætlega af stað Veiði Fyrstu laxarnir af Jöklusvæðinu Veiði