Veiðimenn vonast eftir rigningu á endasprettinum Karl Lúðvíksson skrifar 28. ágúst 2016 10:00 92 sm hrygna sem veiddist í Langá á Mýrum í gær. Hrygnunni var sleppt aftur eftir viðureign. Þurrkurinn sem hefur haldið veiðitölum niðri heldur bara áfram og það verður að segjast eins og er að veiðimenn eru fyrir löngu orðnir langeygir eftir vætu. Þrátt fyrir að úrkomu séð spáð hafa þær spár ekki allar gengið eftir og næsta rigning sem er í kortunum fyrir t.d. vesturland er ekki fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn en það þarf meira en einn dag til að lyfta ánum upp. Árnar eru fyrir löngu orðnar vatnslitlar og þetta ýtir veiðitölunum verulega niður. Það er ekki svo að laxinn vanti þó göngurnar séu minni en í fyrra en skilyrðin í sumar hafa verið afleit. Veiðin tekur venjulega dýfu á þessum árstíma og það er alveg eðlilegt en það er þó gaman að sjá að Laxá í Dölum og Haukadalsá eru að eiga frábæran sprett í sumar og staðan í vikuveiðinni í þeim var sú að Laxá í Dölum gaf 101 lax á sex stangir og Haukadalsá gaf 86 laxa á sínar fimm stangir. Það er mjög fín veiði á þessum árstíma og staðan til að mynda í Haukadalsá sú að áin er líklega að eiga eitt af sínum bestu sumrum. Árnar sem eru að eiga miður gott tímabil koma líklega ekki til með að gera neina stóra hluti það sem af er tímabils nema þá kannski Laxá í Kjós ef hún fær hressilega haustrigningu en hún á það alveg inni því það er nóg af laxi en abra ekkert vatn í ánni. Það sígur í lokin hjá fyrstu ánum þetta tímabilið og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í haustveiðinni ef það rignir hressilega. Veiðimenn landsins eiga skilið eina almennilega haustlægð eftir þetta langa þurrka sumar. Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
Þurrkurinn sem hefur haldið veiðitölum niðri heldur bara áfram og það verður að segjast eins og er að veiðimenn eru fyrir löngu orðnir langeygir eftir vætu. Þrátt fyrir að úrkomu séð spáð hafa þær spár ekki allar gengið eftir og næsta rigning sem er í kortunum fyrir t.d. vesturland er ekki fyrr en í fyrsta lagi á þriðjudaginn en það þarf meira en einn dag til að lyfta ánum upp. Árnar eru fyrir löngu orðnar vatnslitlar og þetta ýtir veiðitölunum verulega niður. Það er ekki svo að laxinn vanti þó göngurnar séu minni en í fyrra en skilyrðin í sumar hafa verið afleit. Veiðin tekur venjulega dýfu á þessum árstíma og það er alveg eðlilegt en það er þó gaman að sjá að Laxá í Dölum og Haukadalsá eru að eiga frábæran sprett í sumar og staðan í vikuveiðinni í þeim var sú að Laxá í Dölum gaf 101 lax á sex stangir og Haukadalsá gaf 86 laxa á sínar fimm stangir. Það er mjög fín veiði á þessum árstíma og staðan til að mynda í Haukadalsá sú að áin er líklega að eiga eitt af sínum bestu sumrum. Árnar sem eru að eiga miður gott tímabil koma líklega ekki til með að gera neina stóra hluti það sem af er tímabils nema þá kannski Laxá í Kjós ef hún fær hressilega haustrigningu en hún á það alveg inni því það er nóg af laxi en abra ekkert vatn í ánni. Það sígur í lokin hjá fyrstu ánum þetta tímabilið og það verður fróðlegt að sjá hvað gerist í haustveiðinni ef það rignir hressilega. Veiðimenn landsins eiga skilið eina almennilega haustlægð eftir þetta langa þurrka sumar.
Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði