Steinsmýrarvötn hafa verið að gefa vel Karl Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2015 10:00 Mynd: www.svfr.is Steinsmýrarvötn er veiðisvæði sem auðvelt og skemmtilegt er að veiða og hefur svæðið notið aukinna vinsælda síðustu ár. Veiðin getur verið mjög góð og vorið núna verið sérstaklega gjöfult. Síðustu holl sem hafa verið við veiðar hafa verið með um og yfir 20 fiska, mest allt sjóbirtingur og innan um í aflanum sjást 4-6 punda fiskar. Eitthvað hefur einnig veiðst af staðbundinni bleikju og urriða en þó í minna mæli en staðbundni fiskurinn fer oft að taka betur þegar það fer að hlýna. Vorveiðin í Steinsmýrarvötnum stendur að jöfnu alveg til loka maí en þá er mest af sjóbirtingnum farinn aftur til sjávar en það gerir lítið til því eins og áður segir færist aukið líf í staðbundnu stofnana þegar vatnasvæðið hlýnar. Örfá holl eru laus næstu vikur samkvæmt vefsölunni hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og er óhætt að hvetja þá sem eiga eftir að prófa svæðið að skoða það nánar. Af öðrum veiðisvæðum SVFR má nefna að Varmá heldur áfram að gefa vel en það má endilega hvetja veiðimenn til að fara víðar um ánna heldur en Stöðvarbreiðu. Vandræðaástand hefur skapast suma daga þegar allar stangir eru seldar og hálfgerð biðröð er við hylinn en það er kannski líka skiljanlegt því margir vilja auðvitað eiga tækifæri á tröllableikjunum sem þarna liggja. En sé málið að eltast við stóru birtingana þá er þá víðar að finna en á Stöðvarbreiðu, hún er eiginlega sísti staðurinn neðan við brú þar sem stærstu birtingana er að finna. Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði
Steinsmýrarvötn er veiðisvæði sem auðvelt og skemmtilegt er að veiða og hefur svæðið notið aukinna vinsælda síðustu ár. Veiðin getur verið mjög góð og vorið núna verið sérstaklega gjöfult. Síðustu holl sem hafa verið við veiðar hafa verið með um og yfir 20 fiska, mest allt sjóbirtingur og innan um í aflanum sjást 4-6 punda fiskar. Eitthvað hefur einnig veiðst af staðbundinni bleikju og urriða en þó í minna mæli en staðbundni fiskurinn fer oft að taka betur þegar það fer að hlýna. Vorveiðin í Steinsmýrarvötnum stendur að jöfnu alveg til loka maí en þá er mest af sjóbirtingnum farinn aftur til sjávar en það gerir lítið til því eins og áður segir færist aukið líf í staðbundnu stofnana þegar vatnasvæðið hlýnar. Örfá holl eru laus næstu vikur samkvæmt vefsölunni hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og er óhætt að hvetja þá sem eiga eftir að prófa svæðið að skoða það nánar. Af öðrum veiðisvæðum SVFR má nefna að Varmá heldur áfram að gefa vel en það má endilega hvetja veiðimenn til að fara víðar um ánna heldur en Stöðvarbreiðu. Vandræðaástand hefur skapast suma daga þegar allar stangir eru seldar og hálfgerð biðröð er við hylinn en það er kannski líka skiljanlegt því margir vilja auðvitað eiga tækifæri á tröllableikjunum sem þarna liggja. En sé málið að eltast við stóru birtingana þá er þá víðar að finna en á Stöðvarbreiðu, hún er eiginlega sísti staðurinn neðan við brú þar sem stærstu birtingana er að finna.
Stangveiði Mest lesið Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Litlar líkur á vatnsleysi á komandi sumri? Veiði Gott stórfiskaskot í Kleifarvatni Veiði Hreindýraveiði á Grænlandi? Veiði Víðidalsá - Uppgjör 2011 Veiði Margir búnir að ná jólarjúpunni Veiði Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar Veiði Norðurá komin í 400 laxa Veiði 100 urriðar á einum degi á ION Veiði