Gæsaveiðitímabilið hófst í morgun Karl Lúðvíksson skrifar 20. ágúst 2015 12:00 Langþráðri bið skotveiðimanna er lokið því í morgun hófst gæsaveiðitímabilið en veður til veiða er víðast hvar gott. Það eru heldur ólík skilyrðin sem skot- og stangveiðimenn sækjast eftir en góður vindstrengur þykir sérstaklega góður við gæsaveiðar þar sem vindurinn stýrir gæsinni oft mjög ákveðið í akurinn og fuglinn verður oft síður var við veiðimennina þegar það blæs aðeins. Stangveiðimenn aftur á móti vilja þetta veður síður því það gerir fluguveiði heldur erfiða. Fyrstu fréttir af skotveiðimönnum eru nokkuð góðar það sem af er morgni en flestir sem Veiðivísir hefur haft samband við í morgun gerðu fína veiði en flestar skytturnar eru á eftir heiðagæs sem veiðist vel fyrstu tvær til þrjár vikurnar af tímabilinu. SKyttur sem við heyrðum af í nágrenni Blöndulóns fengu 57 heiðargæsir í morgunfluginu eldsnemma í morgun og auk þess skutu þeir fjórar tófur á sama svæði en óvenjumikið virðist vera af tófu þetta árið á hálendinu. Grágæsin er ekki farin að koma að neinu ráði í tún og akra en það eykst þegar líður á. Heiðagæsastofninn hefur vaxið nokkuð ár frá ári en grágæsa stofnin hefur staðið í stað eða vaxið mun minna í sama hlutfalli. Mikið er af heiðagæs á flestum þekktum veiðilendum og virðist varp almennt hafa tekist mjög vel en nokkrar áhyggjur voru meðal veiðimanna um að afföll yrðu í hærra lagi vegna þess hve kalt sumarið hefur verið. Mest lesið Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Vaxandi veiði á sjóbirting í Eyjafjarðará Veiði Núna er tíminn til að minnka flugurnar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði
Langþráðri bið skotveiðimanna er lokið því í morgun hófst gæsaveiðitímabilið en veður til veiða er víðast hvar gott. Það eru heldur ólík skilyrðin sem skot- og stangveiðimenn sækjast eftir en góður vindstrengur þykir sérstaklega góður við gæsaveiðar þar sem vindurinn stýrir gæsinni oft mjög ákveðið í akurinn og fuglinn verður oft síður var við veiðimennina þegar það blæs aðeins. Stangveiðimenn aftur á móti vilja þetta veður síður því það gerir fluguveiði heldur erfiða. Fyrstu fréttir af skotveiðimönnum eru nokkuð góðar það sem af er morgni en flestir sem Veiðivísir hefur haft samband við í morgun gerðu fína veiði en flestar skytturnar eru á eftir heiðagæs sem veiðist vel fyrstu tvær til þrjár vikurnar af tímabilinu. SKyttur sem við heyrðum af í nágrenni Blöndulóns fengu 57 heiðargæsir í morgunfluginu eldsnemma í morgun og auk þess skutu þeir fjórar tófur á sama svæði en óvenjumikið virðist vera af tófu þetta árið á hálendinu. Grágæsin er ekki farin að koma að neinu ráði í tún og akra en það eykst þegar líður á. Heiðagæsastofninn hefur vaxið nokkuð ár frá ári en grágæsa stofnin hefur staðið í stað eða vaxið mun minna í sama hlutfalli. Mikið er af heiðagæs á flestum þekktum veiðilendum og virðist varp almennt hafa tekist mjög vel en nokkrar áhyggjur voru meðal veiðimanna um að afföll yrðu í hærra lagi vegna þess hve kalt sumarið hefur verið.
Mest lesið Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Lifnar yfir veiðinni í Hlíðarvatni Veiði Góðar laxagöngur í Gljúfurá Veiði Töluvert líf í Gljúfurá í Borgarfirði Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Vaxandi veiði á sjóbirting í Eyjafjarðará Veiði Núna er tíminn til að minnka flugurnar Veiði Veiðin með Gunnari Bender: „Það er búið að vera hundleiðinlegt veður í Reykjavík“ Veiði