Mikið líf á Þingvöllum seint í gærkvöldi Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2015 09:10 Vænar bleikjur úr Þingvallavatni í gærkvöldi Mynd: KL Þegar dagurinn er bjartur og kvöldið er stillt getur veiðin verið mjög góð í vötnunum og það eru margir sem nýta sér það. Það var ekki mikið um manninn þegar undirritaður mætti við vatnið og kom sér fyrir á góðum stað í Þjóðgarðinum til að láta reyna á góðar fréttir sem hafa verið að berast úr vatninu í þessari viku. Það tók ekki nema 10 mínútur að ná fyrstu bleikjunni sem var væn sílableikja. Hún kom upp nokkrum sinnum á sama blettinum innarlega í einni víkinni og tók um leið og lítill Pheasant Tail datt í vatnið rétt hjá síðustu uppítökunni. Stuttu seinna var annari vænni kuðungableikju landað en sú tók mobuto kuðung á tungsten kúluhaus. Að lokum rétt áður en vatnið var hvatt bættist minni kuðungableikja við. Þegar leið á kvöldið var greinilega hugur í mönnum því rétt eftir klukkan níu hafði fjölgað svakalega við vatnið og á vinsælustu stöðunum var erfitt eða vonlaust að fá bílastæði. Kvöldveiðin í vatninu getur verið mjög drjúg á þessum árstíma og oftar en ekki er besti tíminn um og eftir miðnætti en það er að sama skapi ágætt að koma tímanlega til að fá stæði. Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði
Þegar dagurinn er bjartur og kvöldið er stillt getur veiðin verið mjög góð í vötnunum og það eru margir sem nýta sér það. Það var ekki mikið um manninn þegar undirritaður mætti við vatnið og kom sér fyrir á góðum stað í Þjóðgarðinum til að láta reyna á góðar fréttir sem hafa verið að berast úr vatninu í þessari viku. Það tók ekki nema 10 mínútur að ná fyrstu bleikjunni sem var væn sílableikja. Hún kom upp nokkrum sinnum á sama blettinum innarlega í einni víkinni og tók um leið og lítill Pheasant Tail datt í vatnið rétt hjá síðustu uppítökunni. Stuttu seinna var annari vænni kuðungableikju landað en sú tók mobuto kuðung á tungsten kúluhaus. Að lokum rétt áður en vatnið var hvatt bættist minni kuðungableikja við. Þegar leið á kvöldið var greinilega hugur í mönnum því rétt eftir klukkan níu hafði fjölgað svakalega við vatnið og á vinsælustu stöðunum var erfitt eða vonlaust að fá bílastæði. Kvöldveiðin í vatninu getur verið mjög drjúg á þessum árstíma og oftar en ekki er besti tíminn um og eftir miðnætti en það er að sama skapi ágætt að koma tímanlega til að fá stæði.
Stangveiði Mest lesið Fer Jökla yfir 1000 laxa í sumar? Veiði Kostaði fimm milljónir að veiða refi Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Stangveiðin hófst í gær Veiði Fengu 34 urriða við Kárastaði Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Hugleiðingar um netaveiði á vatnasvæði Ölfusár og Hvítár Veiði