Fyrsti laxinn kominn í Gljúfurá í Borgarfirði Karl Lúðvíksson skrifar 11. júní 2015 12:42 Þjófahylur í Gljúfurá í Borgarfirði Nokkrar laxveiðiár á Íslandi eru þeim kostum búnar að í þeim er laxateljari sem gerir það að verkum að staða laxagangna í ánni er staðfest en ekki ágiskun. Meðal ánna sem eru með laxateljara eru Norðurá, Langá, Svínafossá, Korpa, Varmá, Búðardalsá og Gljúfurá í Borgarfirði. Tölurnar úr t.d. Norðurá og Langá eru þó ekki óskeikular því hluti af laxagöngunum fer ennþá erfiðu leiðina upp fossa og flúðir í stað þess að fara í gegnum teljarann svo einhver skekkjumörk eru þar en teljarinn gefur þó mjög góðar upplýsingar um stærð göngunnar. Í Langá eru þó tveir teljarar. Annar við Skugga en þar er talið að 30-40% göngunnar fari upp fossinn í stað laxastigans en á Fjallinu (efra svæðið) er annar teljari við fossinn Sveðjufoss og þar verður allur lax að fara stigann svo á efra svæðinu vita staðarhaldarar alltaf nákvæma tölu laxa sem þar liggur og í lok tímabils er hægt að draga frá veidda laxa og sjá hversu margir eru eftir þar efra til að hrygna. Aftur að Gljúfurá, eftir að teljarinn fór niður 8. júní er þegar búið að staðfesta fyrsta laxinn sem fór þar í gegn. Laxateljarinn gefur meira að segja þær upplýsingar að hann var 65 sm langur. Gljúfurá er algjör síðsumarsá enda opnar hún ekki fyrir veiði fyrr en 25. júní svo á þessum tveimur vikum þar til veiðimenn renna í hana agni getur mikið gerst. Það má þess vegna alveg reikna með að lax sé t.d. þegar gengin í Langá, Haukadalsá, Haffjarðará, Þverá, Grímsá og Hítará sem allar eru á þessu svæði. Norðurá og Blanda eru búnar að eiga fína byrjun sem gefur ágætis fyrirheit um ágætt sumar. Veiðimenn eru þó margir nokkuð brenndir eftir hrakafarirnar 2014 sem sést á að í morgum ánum eru ennþá lausar stangir en það gæti breyst mjög hratt þegar og ef eins árs laxinn mætir á svæðið. Stangveiði Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði
Nokkrar laxveiðiár á Íslandi eru þeim kostum búnar að í þeim er laxateljari sem gerir það að verkum að staða laxagangna í ánni er staðfest en ekki ágiskun. Meðal ánna sem eru með laxateljara eru Norðurá, Langá, Svínafossá, Korpa, Varmá, Búðardalsá og Gljúfurá í Borgarfirði. Tölurnar úr t.d. Norðurá og Langá eru þó ekki óskeikular því hluti af laxagöngunum fer ennþá erfiðu leiðina upp fossa og flúðir í stað þess að fara í gegnum teljarann svo einhver skekkjumörk eru þar en teljarinn gefur þó mjög góðar upplýsingar um stærð göngunnar. Í Langá eru þó tveir teljarar. Annar við Skugga en þar er talið að 30-40% göngunnar fari upp fossinn í stað laxastigans en á Fjallinu (efra svæðið) er annar teljari við fossinn Sveðjufoss og þar verður allur lax að fara stigann svo á efra svæðinu vita staðarhaldarar alltaf nákvæma tölu laxa sem þar liggur og í lok tímabils er hægt að draga frá veidda laxa og sjá hversu margir eru eftir þar efra til að hrygna. Aftur að Gljúfurá, eftir að teljarinn fór niður 8. júní er þegar búið að staðfesta fyrsta laxinn sem fór þar í gegn. Laxateljarinn gefur meira að segja þær upplýsingar að hann var 65 sm langur. Gljúfurá er algjör síðsumarsá enda opnar hún ekki fyrir veiði fyrr en 25. júní svo á þessum tveimur vikum þar til veiðimenn renna í hana agni getur mikið gerst. Það má þess vegna alveg reikna með að lax sé t.d. þegar gengin í Langá, Haukadalsá, Haffjarðará, Þverá, Grímsá og Hítará sem allar eru á þessu svæði. Norðurá og Blanda eru búnar að eiga fína byrjun sem gefur ágætis fyrirheit um ágætt sumar. Veiðimenn eru þó margir nokkuð brenndir eftir hrakafarirnar 2014 sem sést á að í morgum ánum eru ennþá lausar stangir en það gæti breyst mjög hratt þegar og ef eins árs laxinn mætir á svæðið.
Stangveiði Mest lesið 4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Veiði Norðurá opnar á morgun Veiði Nóg af laxi en vantar bara vatn Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Frábært veiðiveður framundan um helgina Veiði Róleg veiði en stórir laxar í Vatnsdalnum Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Það er ennþá líf í Kleifarvatni Veiði Flott veiði og stórir fiskar í Varmá Veiði Eystri Rangá komin í 1136 laxa Veiði