Frábær bleikjuveiði í Þingvallavatni Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2015 12:00 Fín sílableikja sem veiddist um helgina á þingvöllum Mynd: KL Þingvallavatn er komið í fullann gang eftir heldur kalt vor og það veiðist heldur betur vel í vatninu þessa dagana. Það er eins og venjulega að þeir sem þekkja vatnið veiða vel í því og það er alltaf sama tæknin sem gefur best. Að nota langan taum, ca eina og hálfa stangarlengd, og draga löturhægt inn. Þetta kostar auðvitað nokkrar flugur sem eiga eftir að festa sig og slitna en þegar rétta dýpið er fundið fer fiskurinn að taka. Val á flugunni er svo annar kapituli út af fyrir sig en með Killer, Frisco, Peacock og Taylor áttu nú eiginlega að vera nokkuð öruggur. Mikið veiðist af 1-2 punda bleikju og inná milli eru svo stóru bleikjurnar sem margar hverjar ná 6-7 pundum og það sjást alveg stærri bleikjur en það. Mikið er sótt á vinsælustu staðina eins og Pallinn, Öfugsnáða, Vatnsvik, Tóftir og Nautatanga en einnig veiðist vel inní víkunum á milli þessara staða og þá sérstaklega eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin. Þeir sem hafa verið að gera bestu veiðina eru nefnilega yfirleitt mættir við vatnið um 6 á morgnana og veiða til hádegis en þá dettur takan oft alveg niður. Hún fer svo yfirleitt aftur í gang um kvöldmatarleitið. Sem dæmi um góða veiði þá veiddi einn og sami maðurinn hátt í 30 bleikjur á einum morgni á sunnudaginn og mest af því var tekið á milli staða inní víkunum en bleikjan gengur nefnilega oft mjög nálægt landi snemma á morgnana sé ekki verið að vaða út í og styggja hana frá. Oft kemur hún svo nærri að það þarf ekkert að vaða eftir henni. Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði
Þingvallavatn er komið í fullann gang eftir heldur kalt vor og það veiðist heldur betur vel í vatninu þessa dagana. Það er eins og venjulega að þeir sem þekkja vatnið veiða vel í því og það er alltaf sama tæknin sem gefur best. Að nota langan taum, ca eina og hálfa stangarlengd, og draga löturhægt inn. Þetta kostar auðvitað nokkrar flugur sem eiga eftir að festa sig og slitna en þegar rétta dýpið er fundið fer fiskurinn að taka. Val á flugunni er svo annar kapituli út af fyrir sig en með Killer, Frisco, Peacock og Taylor áttu nú eiginlega að vera nokkuð öruggur. Mikið veiðist af 1-2 punda bleikju og inná milli eru svo stóru bleikjurnar sem margar hverjar ná 6-7 pundum og það sjást alveg stærri bleikjur en það. Mikið er sótt á vinsælustu staðina eins og Pallinn, Öfugsnáða, Vatnsvik, Tóftir og Nautatanga en einnig veiðist vel inní víkunum á milli þessara staða og þá sérstaklega eldsnemma á morgnana og seint á kvöldin. Þeir sem hafa verið að gera bestu veiðina eru nefnilega yfirleitt mættir við vatnið um 6 á morgnana og veiða til hádegis en þá dettur takan oft alveg niður. Hún fer svo yfirleitt aftur í gang um kvöldmatarleitið. Sem dæmi um góða veiði þá veiddi einn og sami maðurinn hátt í 30 bleikjur á einum morgni á sunnudaginn og mest af því var tekið á milli staða inní víkunum en bleikjan gengur nefnilega oft mjög nálægt landi snemma á morgnana sé ekki verið að vaða út í og styggja hana frá. Oft kemur hún svo nærri að það þarf ekkert að vaða eftir henni.
Mest lesið Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Hrútafjarðará löngu uppseld Veiði Veiðibúðin við Lækinn skiptir um eigendur Veiði Mikil eftirspurn eftir laxveiðileyfum fyrir 2017 Veiði Haugur líklega ein vinsælasta fluga sumarsins Veiði Kvikmyndahátið fluguveiðimannsins Veiði Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Hylurinn er vikulegt hlaðvarp um veiði Veiði 30 laxa holl í Stóru Laxá Veiði Fín veiði í Kvíslaveitum Veiði