Innlent

Ása Karen Ásgeirsdóttir látin

Ása Karen Ásgeirsdóttir.
Ása Karen Ásgeirsdóttir.
Ása Karen Ásgeirsdóttir, einn stofnenda Bónuss, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þann 27. október síðastliðinn.

Ása Karen fæddist þann 3. desember 1942 og ólst upp við Hofsvallagötu í Reykjavík. Hún var dóttir hjónanna Ásgeirs Matthíassonar blikksmiðs og Þorgerðar Jóhönnu Magnúsdóttur húsmóður. Ása Karen á þrjár eftirlifandi systur.

Ása Karen starfaði hjá Sláturfélagi Suðurlands frá 1970 og í Bónus frá stofnun fyrirtækisins 1989 allt til ársins 2010. Auk verslunarstarfa starfaði hún fyrir Al-anon samtökin á Íslandi um árabil. Hún átti sæti í stjórn Hvítabandsins, og sat einnig í stjórn Dyngjunnar, áfangaheimili fyrir konur sem lokið hafa áfengismeðferð.

Ásu Karen og fyrrverandi eiginmanni hennar, Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni í Bónus, varð tveggja barna auðið. Þau eru Kristín og Jón Ásgeir. Barnabörn Ásu Karenar eru fimm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×