Góð veiði við Ölfusárós Karl Lúðvíksson skrifar 13. ágúst 2015 10:00 Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag. Mest lesið Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði
Ölfusárós er veiðisvæði sem ekki margir stunda en mikið af fiski gengur þó um svæðið og veiðivon er góð. Þarna fer í gegn t.d. allur fiskur sem fer upp í Stóru Laxá, Sogið, Brúará (sjóbleikjan), Hvítá og Tungufljót í Biskupstungum. Þarna má að öllu jöfnu gera ráð fyrir því að lax, sjóbleikja, sjóbirtingur og stundum þorskur taki agnið. Síðustu daga hefur verið fín veiði á svæðinu og að sýnu mest af sjóbirting og oft nokkuð vænum. Mest hefur veri ðað veiðast á maðk en spúnn og fluga, þá sérstaklega stórar túpur, hefur líka verið að gefa vel. Það hefur verið dræmt á vesturbakkanum síðustu ár þegar straumurinn var meiri við austurlandið en þetta virðist aðeins vera að breytast og er greinilegur munur á straumnum núna miðað við í fyrra. Þetta gerir það að verkum að fiskurinn gengur svo til jafnt á báða bakkana og miðað við fréttir af svæðinu er veiðin góð báðum megin. Algengar veiðitölur eru 5-10 fiskar á dag en mest af því 3-5 punda sjóbirtingur. Leyfin eru ódýr og veiðivon góð, það þarf líklega ekkert að biðja um meira en það í dag.
Mest lesið Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Umgengnin slæm við marga veiðistaði við Elliðavatn Veiði Með flugu í höfðinu - Ekki fyrir viðkvæma Veiði Veiðitúr til Grænlands í verðlaun Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði "Þetta er stærsti fiskur sem veiðst hefur í sumar“ Veiði Nessvæðið með 405 laxa eftir sumarið Veiði Laxá í Kjós og Bugða í sparifötin: Lax í mörgum hyljum Veiði Gæsaveiðin hófst í dag Veiði