Uppskeruhátíð Veiðimannsins Karl Lúðvíksson skrifar 18. október 2015 10:21 Fimmtudaginn 29. október efnir Veiðimaðurinn til uppskeruhátíðar þar sem veiðisumarið 2015 verður gert upp á léttu nótunum. Gleðin fer fram í Þróttaraheimilinu í Laugardal kl. 20-24. Veiðimenn eiga margir erfitt með að ná af sér brosinu eftir sumarið enda var veiðin með eindæmum góð. Stiklað verður á stóru á ársvæðum SVFR, við segjum þér hvaða fluga sló í gegn í sumar, hvaða hylur gaf flesta laxa, hver veiddi stærsta laxinn og margt fleira! Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Þá verður besta veiðimynd sumarsins verðlaunuð – sendu okkur eina ferska – ritstjóri Veiðimannsins bíður spenntur (herrvilberg@gmail.com). Happahylurinn verður að sjálfsögð á sínum stað en dagskrá verður birt í næstu viku. Taktu því daginn frá, hringdu í veiðifélagana og sjáumst kát í Laugardalnum 29. október! Mest lesið 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði
Fimmtudaginn 29. október efnir Veiðimaðurinn til uppskeruhátíðar þar sem veiðisumarið 2015 verður gert upp á léttu nótunum. Gleðin fer fram í Þróttaraheimilinu í Laugardal kl. 20-24. Veiðimenn eiga margir erfitt með að ná af sér brosinu eftir sumarið enda var veiðin með eindæmum góð. Stiklað verður á stóru á ársvæðum SVFR, við segjum þér hvaða fluga sló í gegn í sumar, hvaða hylur gaf flesta laxa, hver veiddi stærsta laxinn og margt fleira! Stórlax ársins fær sérstaka viðurkenningu en dregið verður úr nöfnum veiðimanna sem slepptu tveggja ára laxi á svæðum SVFR í sumar. Þá verður besta veiðimynd sumarsins verðlaunuð – sendu okkur eina ferska – ritstjóri Veiðimannsins bíður spenntur (herrvilberg@gmail.com). Happahylurinn verður að sjálfsögð á sínum stað en dagskrá verður birt í næstu viku. Taktu því daginn frá, hringdu í veiðifélagana og sjáumst kát í Laugardalnum 29. október!
Mest lesið 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði