Körfubolti

Uppfærsla á Windows felldi körfuboltalið

vísir/getty
Þýska körfuknattleiksliðið Paderborn er fallið í þýsku C-deildina. Það getur liðið þakkað tölvunni sem sér um stigatöfluna á heimavelli liðsins.

Í fínu lagi var með tölvuna einum og hálfum tíma fyrir leik en í miðri upphitun hrundi tölvan. Er kveikt var aftur á tölvunni byrjaði hún sjálfkrafa að ná sér í uppfærslur.

Uppfærslurnar tóku sinn tíma og leikurinn byrjaði því 25 mínútum of seint. Leikurinn fór af stað og Paderborn vann leikinn. Afar mikilvægur sigur enda liðið í fallbaráttu.

Andstæðingur liðsins ákvað að kæra seinkunina. Löglegt er að seinka leikjum um 15 mínútur en ekki 25. Andstæðingurinn fékk sitt fram, stig var tekið af Paderborn sem fyrir vikið féll niður um deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×