Tíst Musk hafa áhrif á gengi bréfa í Tesla Aðalsteinn Kjartansson skrifar 30. mars 2015 21:38 Gengi bréfa í Tesla Motors hækkuðu um þrjú prósent eftir að Musk tísti um nýja vöru. Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent. Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Fjárfestar virðast fylgjast grannt með Twitter-reikningi Elon Musk, forstjóra rafbílaframleiðandans Tesla. Í það minnsta virðist gengi bréfa í Tesla Motors taka kipp í hvert sinn sem hann tístir einhverju áhugaverðu. Quartz greinir frá þessu. Í dag boðaði Musk óvænt nýja vörulínu frá Tesla sem er ekki nýr bíll. Flestir telja að fyrirtækið komi með stærri rafhlöður á markað sem nota má til að sjá heilu heimili fyrir orku. Tesla hefur ekki viljað gefa neitt uppi um þessa nýju vörulínu þrátt fyrir yfirlýsingar forstjórans.Major new Tesla product line -- not a car -- will be unveiled at our Hawthorne Design Studio on Thurs 8pm, April 30— Elon Musk (@elonmusk) March 30, 2015 Markaðurinn tók hins vegar við sér og hækkuðu bréf í Tesla um 3 prósentustig í dag, eftir tístið frá Musk. Það er þó ekki eina skiptið sem þetta hefur gerst. Aðeins nokkrir dagar eru síðan að Musk neitaði á Twitter-síðunni sinni að nota tístin til að hafa áhrif á hlutabréfaverð. „Tímabundin hækkun á $TSLA hlutabréfum gerir augljóslega ekkert fyrir Tesla eða mig,“ tísti hann og fullyrti að hvorki hann né fyrirtækið væri að selja bréf.Neither I nor the company are selling shares. Even if we were, I wouldn't do this. It would be wrong. Our long term results are what matter.— Elon Musk (@elonmusk) March 16, 2015 Það þýðir þó ekki að tístin hafi ekki áhrif. 16. mars, þegar áðurnefnt tíst var sett í loftið, hækkuðu hlutabréf í Tesla um 3,7 prósent. 29. janúar tísti Musk um að hugbúnaðaruppfærsla fyrir Model S P85D bílinn gæti gert hann hraðskreiðari. Í kjölfarið hækkuðu bréf um 2,9 prósent. Það eru þó ekki öll tístin sem skila sér í hækkandi hlutabréfaverði. 8. mars neitaði hann seinkunum á opnun Gigafactory rafhlöðuverksmiðjunnar í tísti en í kjölfarið féll hlutabréf í Tesla um 1,5 prósent.
Mest lesið Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent