Árlegur urriðadans á Þingvöllum 16. október 2015 14:13 Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.Kynningin hefst klukkan kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár. Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar. Þetta er sannkölluð upplifun fyrir alla veiðiáhugamenn sem og alla sem vilja kynnast stórurriðanum á Þingvöllum í sannkallaðri nærmynd. Mest lesið 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Lax að stökkva á Breiðunni í Langá Veiði
Hinn árlegi Urriðadans í Öxará verður laugardaginn næstkomandi 17. október en þá mun Jóhannes Sturlaugsson hjá rannsóknafyrirtækinu Laxfiskum fræða gesti Þjóðgarðsins á Þingvöllum um Þingvallaurriðann.Kynningin hefst klukkan kl. 14.00 og fer fram á bökkum Öxarár. Gönguferðin hefst við bílastæðið þar sem Valhöll stóð. Síðan er gengið með ánni upp undir Drekkingarhyl þar sem risaurriðar og aðrir minni verða skoðaðir og fjallað um lífshætti þeirra. Gert er ráð fyrir því að kynningin taki um eina og hálfa klukkustund og fá gestir tækifæri til að sjá risaurriðann í návígi og fræðast um þennan stórhöfðingja Þingvallavatns sem á hverju hausti gengur upp Öxará til hrygningar. Þetta er sannkölluð upplifun fyrir alla veiðiáhugamenn sem og alla sem vilja kynnast stórurriðanum á Þingvöllum í sannkallaðri nærmynd.
Mest lesið 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði Rauður Frances sterkur síðsumars Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Fín bleikjuveiði í Hlíðarvatni Veiði 177 laxar komnir úr Affallinu Veiði Fyrirmyndar leiðsögn um Hörgá Veiði 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Eystri Rangá með flesta veidda laxa í vikunni Veiði Lax að stökkva á Breiðunni í Langá Veiði