Vesturröst efnir til hnýtingarkeppni Karl Lúðvíksson skrifar 14. apríl 2015 15:59 Mynd: Sigurður Kristjánsson Veiðibúðin Vesturröst efnir til samkeppni í fluguhnýtingum og er hægt að vinna glæsileg verðlaun fyrir fallegar flugur. Keppt er í tveimur flokkum, fallegasta flugan og veiðilegasta flugan ásamt því er keppt í einum flokki 15 ára og yngri. Reglurnar eru þær að hverri flugu skal skila inn í lokuðu umslagi og inní því umslagi þarf að vera annað umslag með nafni og öðrum upplýsingum um þann sem hnýtti fluguna. Hnýtarar ráða því alveg sjálfir hvernig flugur þeir senda inn þannig að straumflugur, laxaflugur, púpur, þurrflugur og allar aðrar flugur eru velkomnar í þessa keppni. Dómnefnd skipa þekktir veiðimenn, fluguhnýtarar og veiðiforkólfar, en hún verður betur kynnt þegar nær dregur lokum keppninnar. Glæsileg verðlaun eru í boði og er hægt að kynna sér verðlaunin ásamt því að ná sér í skráningarblöð fyrir þáttöku á www.fluguhnytingar.is Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði
Veiðibúðin Vesturröst efnir til samkeppni í fluguhnýtingum og er hægt að vinna glæsileg verðlaun fyrir fallegar flugur. Keppt er í tveimur flokkum, fallegasta flugan og veiðilegasta flugan ásamt því er keppt í einum flokki 15 ára og yngri. Reglurnar eru þær að hverri flugu skal skila inn í lokuðu umslagi og inní því umslagi þarf að vera annað umslag með nafni og öðrum upplýsingum um þann sem hnýtti fluguna. Hnýtarar ráða því alveg sjálfir hvernig flugur þeir senda inn þannig að straumflugur, laxaflugur, púpur, þurrflugur og allar aðrar flugur eru velkomnar í þessa keppni. Dómnefnd skipa þekktir veiðimenn, fluguhnýtarar og veiðiforkólfar, en hún verður betur kynnt þegar nær dregur lokum keppninnar. Glæsileg verðlaun eru í boði og er hægt að kynna sér verðlaunin ásamt því að ná sér í skráningarblöð fyrir þáttöku á www.fluguhnytingar.is
Stangveiði Mest lesið Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Korpa sjaldan litið betur út til veiða Veiði Vænir sjóbirtingar í Leirá Veiði 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Laxateljari kominn í gagnið í Langadalsá Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Stórlaxaáin Alta í hættu vegna eldislaxa sem sluppu úr kvíum Veiði Fín veiði og vænir fiskar í vinsælustu silungsvötnunum Veiði