Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Karl Lúðvíksson skrifar 1. ágúst 2015 16:00 Flott bleikja úr Úlfljótsvatni Mynd: Ríkarður Hjálmarsson Núna á stærstu ferðahelgi ársins eru eflaust margir sem hafa pakkað veiðistöng og tilheyrandi búnaði með í bílinn fyrir helgina. Veðurspáin er veiðimönnum ,sem ætla að kíkja í vötnin um land allt, mjög hagstæð og það ættu allir að geta fundið sér vatn við hæfi. Á sunnudaginn er spáð hægviðri og frábæru veðri t.d. fyrir Þingvallavatn og Úlfljótsvatn en það síðarnefnda hefur verið að koma sérstaklega sterkt inn núna seinnipartinn í júlí. Hraunsfjörður og Hópið eru líka búin að gefa frábæra veiði á sólardögum í sumar og núna er einmitt að hefjast langbesti tíminn í sjóbleikjuna. Á þessum tíma koma gjarnan stærstu göngurnar í árnar og þá geta neðri svæðin í t.d. Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Hrútafjarðará fylst af flottri sjóbleikju. Þegar veðrið er skoðað fram á mánudag er útlit fyrir gott veiðiveður um allt land. Það á að vera þurrt meira og minna alla helgina með hlýnandi veðri sem eru kjörskilyrði fyrir vötnin á heiðunum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Melrakkaslétta gætu því verið málið um helgina. Annara er þetta frekar þannig að það er erfitt að velja hvert það á að vera þegar það spáin svona góðri helgi. Endilega deilið með okkur helgarveiðinni ykkar og sendið okkur póst á kalli@365.is með veiðimyndum og smá veiðisögu. Góða helgi og góða veiði. Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði
Núna á stærstu ferðahelgi ársins eru eflaust margir sem hafa pakkað veiðistöng og tilheyrandi búnaði með í bílinn fyrir helgina. Veðurspáin er veiðimönnum ,sem ætla að kíkja í vötnin um land allt, mjög hagstæð og það ættu allir að geta fundið sér vatn við hæfi. Á sunnudaginn er spáð hægviðri og frábæru veðri t.d. fyrir Þingvallavatn og Úlfljótsvatn en það síðarnefnda hefur verið að koma sérstaklega sterkt inn núna seinnipartinn í júlí. Hraunsfjörður og Hópið eru líka búin að gefa frábæra veiði á sólardögum í sumar og núna er einmitt að hefjast langbesti tíminn í sjóbleikjuna. Á þessum tíma koma gjarnan stærstu göngurnar í árnar og þá geta neðri svæðin í t.d. Miðfjarðará, Víðidalsá, Vatnsdalsá og Hrútafjarðará fylst af flottri sjóbleikju. Þegar veðrið er skoðað fram á mánudag er útlit fyrir gott veiðiveður um allt land. Það á að vera þurrt meira og minna alla helgina með hlýnandi veðri sem eru kjörskilyrði fyrir vötnin á heiðunum. Arnarvatnsheiði, Skagaheiði og Melrakkaslétta gætu því verið málið um helgina. Annara er þetta frekar þannig að það er erfitt að velja hvert það á að vera þegar það spáin svona góðri helgi. Endilega deilið með okkur helgarveiðinni ykkar og sendið okkur póst á kalli@365.is með veiðimyndum og smá veiðisögu. Góða helgi og góða veiði.
Mest lesið Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði 164 laxar á einni vakt í Ytri Rangá Veiði 59 laxar úr Bíldsfelli Veiði Hraunsfjörðurinn sýður; stórbleikjur úr Þingvallavatni Veiði Rjúpnaveiðin gengur vel um allt land Veiði Rjúpusnafsinn ómissandi hjá mörgum Veiði Það er eins og það sé búið að slökkva á vatninu Veiði 5 ára friðun á svartfugli framundan? Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Veiði að glæðast í Straumunum Veiði