Norðurá fór í 173 rúmmetra í úrhellinu í nótt Karl Lúðvíksson skrifar 9. júní 2015 15:35 þessi sjón blasti við veiðimönnum í Norðurá í morgun. Áin í flóði og óveiðanleg. Mynd: Hilmar Hansson Slagveðrið sem gekk yfir landið í nótt hafði því miður hrikalega leiðinlegar afleiðingar fyrir þá sem voru mættir til að veiða í Norðurá. Það fór ekkert framhjá neinum veðrið sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að árnar á Vesturlandi fóru flestar í flóð. Það kemur ekki að sök í þeim ám sem ekki hafa opnað fyrir veiðimenn en í Norðurá var staðan ekki góð. Áin opnaði með fínni opnun en fyrsta holl var með hátt í 30 laxa og sáu nokkuð líf í ánni sem setti þess vegna, alveg eðlilega, væntingarstuðulinn í botn hjá þeim sem áttu daga í ánni á eftir þeim. Staðan var hins vegar sú eftir úrhelli næturinnar að Norðurá var komin í 173 rúmmetra af vatni en ætti í venjulegu árferði að vera milli 30-40, þó það sé misjanft milli ára. Áin er sem sagt í flóði sem gerir hana eiginlega óveiðandi. Hilmar Hansson í Veiðiflugum er einn þeirra sem er við bakka Norðurár og hann sagði stöðuna ekki góða enda áin óveiðanleg í þessu vatni. Veiðifélagi hans fór þó út í morgun og fékk eina töku en það var allt og sumt. Það er ekki beint spáð spennandi veðri næstu daga en þó engu sambærilegu úrhelli og í nótt svo áin á eftir að hreinsa sig og sjatna. Á meðan gengur laxinn í hana óáreittur sem boðar gott fyrir þá sem eiga daga í henni þegar hún gengur niður en í þessum skilyrðum getur takan orðið mjög góð. Stangveiði Mest lesið Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði 32 fiska holl í Eldvatni Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hraunsfjörður að gefa vel Veiði
Slagveðrið sem gekk yfir landið í nótt hafði því miður hrikalega leiðinlegar afleiðingar fyrir þá sem voru mættir til að veiða í Norðurá. Það fór ekkert framhjá neinum veðrið sem gekk yfir landið í gær og í nótt með þeim afleiðingum að árnar á Vesturlandi fóru flestar í flóð. Það kemur ekki að sök í þeim ám sem ekki hafa opnað fyrir veiðimenn en í Norðurá var staðan ekki góð. Áin opnaði með fínni opnun en fyrsta holl var með hátt í 30 laxa og sáu nokkuð líf í ánni sem setti þess vegna, alveg eðlilega, væntingarstuðulinn í botn hjá þeim sem áttu daga í ánni á eftir þeim. Staðan var hins vegar sú eftir úrhelli næturinnar að Norðurá var komin í 173 rúmmetra af vatni en ætti í venjulegu árferði að vera milli 30-40, þó það sé misjanft milli ára. Áin er sem sagt í flóði sem gerir hana eiginlega óveiðandi. Hilmar Hansson í Veiðiflugum er einn þeirra sem er við bakka Norðurár og hann sagði stöðuna ekki góða enda áin óveiðanleg í þessu vatni. Veiðifélagi hans fór þó út í morgun og fékk eina töku en það var allt og sumt. Það er ekki beint spáð spennandi veðri næstu daga en þó engu sambærilegu úrhelli og í nótt svo áin á eftir að hreinsa sig og sjatna. Á meðan gengur laxinn í hana óáreittur sem boðar gott fyrir þá sem eiga daga í henni þegar hún gengur niður en í þessum skilyrðum getur takan orðið mjög góð.
Stangveiði Mest lesið Yfir 500 bleikjur í Norðfjarðará Veiði Flottir sjóbirtingar úr Eyjafjarðaá Veiði Mikil aukning í sleppingum fyrir norðan Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Skagaheiðin farin að gefa vel Veiði Laxarnir mættir í Elliðaárnar Veiði 32 fiska holl í Eldvatni Veiði Nú er tíminn fyrir smáflugurnar í laxveiðinni Veiði Ytri Rangá yfir 4.000 laxa Veiði Hraunsfjörður að gefa vel Veiði