Vorveiðin gengur vel á veiðisvæðum Hreggnasa Karl Lúðvíksson skrifar 22. apríl 2015 10:39 Veiðimaður sleppir sjóbirting í Káranesfljóti í Laxá í Kjós Mynd: Hreggnasi Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa. Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði
Vorveiðin á veiðisvæðum Hreggnasa hefur gengið vel það sem af er tímabili þrátt fyrir að veður hafi á engan hátt gert veiðimönnum auðvelt fyrir. Hreggnasi selur veiðileyfi í sjóbirting á vorin í Grímsá og Laxá í Kjós en báðar árnar hafa nokkuð góða sjóbirtingsstofna og þá sérstaklega Laxá í Kjós. Töluvert meira virðist vera af sjóbirting í Grímsá núna en undanfarin ár og þá sérstaklega af geldfiski sem heldur sig neðarlega í ánni en sá fiskur er yfirleitt um 1-3 pund og virðist hann koma sérstaklega vel undan vetri. Þeir sem hafa veitt Laxá í Kjós þekkja vel sjóbirtingin sem í hana gengur og safnast oft upp í stórar torfur á svæði sem er yfirleitt frjálst svæði á Laxveiðitímanum. Þar eru þekktir veiðistaðir eins og Káranesfljót sem gefa iðullega væna birtinga. "Í Kjós eru svisslendingar við veiðar þessa vikuna. Fyrsta daginn fengu þeir 17 stóra sjóbirtinga, en áin hefur verið illviðráðanleg sökum vatnsmagsn undanfarna tvo daga. Þó hefur fiskast ágætlega, og er þar á ferðinni stór hrygningafiskur, öfugt við Grímsána" sagði Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa.
Stangveiði Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði Frábær byrjun í Hlíðarvatni Veiði 87 sm hrygna sem lét hafa mikið fyrir sér Veiði Haustveiði í Haukadalsá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði