Út með alla Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 17. júlí 2015 12:15 Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ég tek ekki mark á fólki nema það hafi búið erlendis,“ sagði kunningi minn eitt sinn. Fullyrðingin er djörf en það er engu að síður margt til í henni. Íslenskt samfélag verður líklega aldrei betra en hlutfall íbúanna sem hafa dvalið í lengri tíma í öðrum menningarheimum og upplifað sig sem sandkornin sem við Íslendingar, líkt og allar aðrar manneskjur, erum. Það er fátt meira frelsandi en að átta sig á því að ægifögur náttúra, hreint vatn, ferskt loft, vinnusamt fólk og hressandi veðurfar finnst víða annars staðar en á Íslandi. Niðurstöður nýrrar rannsóknar Háskólans á Akureyri á búsetuóskum íslenskra unglinga í 10. bekk eru því sannkallað fagnaðarefni, en tæplega helmingur þeirra vill búa erlendis í framtíðinni. Það er ólíklegt að búsetuóskir unglinga stafi af tímabundnu pólitísku ástandi og því engin ástæða til að bölsótast út í Framsóknarflokkinn og aðra þjóðrembingspopúlista. Ástæðurnar felast miklu frekar í borgar- og alþjóðavæðingunni sem hefur opnað dyr heimsins fyrir öllum þeim sem geta um frjálst höfuð strokið. Það er frábært að komandi kynslóðir upplifi sig sem part af einhverju stærra og meira heldur en ör-þjóðfélaginu sem Ísland er og því fleiri sem freista gæfunnar á erlendri grundu því betra. Best væri ef allir Íslendingar flyttu út á einhverjum tímapunkti, sama hvert tilefnið er. Hitt er síðan annað mál að eftir nokkur ár þá leitar hugur flestra aftur heim, því óháð lífsgæðunum sem finnast á erlendri grund, þá er aðdráttaraflið hér heima fyrir óumdeilanlegt. Fjölskylda og vinir toga í svo ekki sé minnst á verðmætin sem felast í þjóðarsálinni. Það er eitthvað við þessa óræðu tengingu, að geta vísað í þjóðþekkta furðufugla í heita pottinum, sagt sögur og fundið samhljóminn sem að endingu gerir okkur að þjóð öðru fremur.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun