Eystri Rangá að taka við sér Karl Lúðvíksson skrifar 29. júlí 2015 13:39 Mynd: www.ranga.is Eftir heldur rólega byrjun er Eystri Rangá loksins að taka vel við sér og áfram heldur stórlaxahlutfallið að fera gott. Eystri Rangá hefur í nokkur ár verið ein af þeim aflahæstu og oftar en ekki sú aflahæsta á hverju sumri en þetta sumarið hefur hún verið heldur sein í gang. Eftir snjóþungann vetur var suma dagana mikil snjóbráð sem litar ánna og gerir hana illveiðanlega en það ástand hefur sem betur fer lagast mikið. Góðar göngur eru farnar að gera vart við sig og það sem dregur auðvitað veiðimenn, innlenda sem erlenda í ánna ár eftir ár er gott hlutfall af stólaxi í ánni en það er með því besta á landinu. Í síðustu viku var áin með 332 laxa á land en sú tala hefur snarhækkað í liðinni viku en nýjar staðfestar tölur koma sem fyrr í kvöld frá Landssambandi veiðifélaga og víst er að margir veiðimenn sem fóru sárir frá bökkum ánna í fyrra bíða spenntir að sjá hvernig ánum vegnar. Hingað til hefur þetta sumar sannað sig sem yfir meðalsumri og meira en það í sumum ánum. En hvað Eystri Rangá varðar er ágúst frábær tími í ánni og miðað við hversu stöðug hún hefur verið í mörg ár er þetta ekki spurning um hvort göngurnar stækki heldur bara hvenær. Mest lesið "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Stóra Laxá að vakna Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði
Eftir heldur rólega byrjun er Eystri Rangá loksins að taka vel við sér og áfram heldur stórlaxahlutfallið að fera gott. Eystri Rangá hefur í nokkur ár verið ein af þeim aflahæstu og oftar en ekki sú aflahæsta á hverju sumri en þetta sumarið hefur hún verið heldur sein í gang. Eftir snjóþungann vetur var suma dagana mikil snjóbráð sem litar ánna og gerir hana illveiðanlega en það ástand hefur sem betur fer lagast mikið. Góðar göngur eru farnar að gera vart við sig og það sem dregur auðvitað veiðimenn, innlenda sem erlenda í ánna ár eftir ár er gott hlutfall af stólaxi í ánni en það er með því besta á landinu. Í síðustu viku var áin með 332 laxa á land en sú tala hefur snarhækkað í liðinni viku en nýjar staðfestar tölur koma sem fyrr í kvöld frá Landssambandi veiðifélaga og víst er að margir veiðimenn sem fóru sárir frá bökkum ánna í fyrra bíða spenntir að sjá hvernig ánum vegnar. Hingað til hefur þetta sumar sannað sig sem yfir meðalsumri og meira en það í sumum ánum. En hvað Eystri Rangá varðar er ágúst frábær tími í ánni og miðað við hversu stöðug hún hefur verið í mörg ár er þetta ekki spurning um hvort göngurnar stækki heldur bara hvenær.
Mest lesið "Dæmdur til að veiða aldrei lax framar" Veiði Ágæt rjúpnaveiði síðustu daga Veiði Fyrsti laxinn á land í Ytri Rangá Veiði Brynjudalsá komin í 50 laxa Veiði 24 punda hængur úr Víðidalsá Veiði 100% meiri laxveiði en í fyrra Veiði Jökla að nálgast 400 laxa veiði Veiði Stóra Laxá að vakna Veiði Fékk fjóra laxa og alla yfir 90 sm í Víðidalsá Veiði Lausir dagar í Stóru Laxá Veiði