Aðskilnaðarkvíði Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 23. febrúar 2015 07:00 Þegar nær dregur búferlaflutningum fara eigur fólks í eins konar áheyrnarprufu. Það er leiðinlegt að flytja og flestir vilja flytja sem minnst af óþarfa drasli með sér á milli íbúða. Í áheyrnarprufunum eru nokkrir mismunandi eiginleikar hlutanna skoðaðir; verðmæti, notagildi og tilfinningalegt gildi. Þeir hlutir sem standast ekki þessa skoðun fara beinustu leið í Sorpu — sem er eins konar raunheimaútgáfa þess að vera rekinn af eyjunni. Ég tek hins vegar ekki þátt í slíku. Ég er sagður ofmeta verðmæti hluta, bindast undarlegustu hlutum tilfinningaböndum og hafa ranghugmyndir um að ég muni skyndilega hafa not fyrir dót sem ég hef ekki notað í tvo áratugi. Vinir mínir kalla þetta sérvisku — ég kalla það trygglyndi. Í þeim flutningum sem nú standa yfir dettur mér til dæmis ekki til hugar að henda frímerkjasafninu mínu. Ég veit alveg að það eru engin teljandi verðmæti í því en samt, þetta er frímerkjasafnið mitt. Með þeim rökum er því þyrmt og fær það í kjölfarið ferðalag frá einu háalofti til annars. Kannski mun ég vilja sýna barnabörnunum mínum það þegar ég verð orðinn níræður. Dusta rykið af frímerkjabókunum og draga fram ryðgaða, áttatíu ára gamla frímerkjatöng. „Vá afi,“ munu þau segja þegar ég sýni þeim enn eitt fyrstadagsumslagið. „Er þessi póststimpill í alvörunni frá sjálfum útgáfudegi frímerkisins?“ Að því loknu mun ég sýna þeim ofan í tíu fulla pappakassa af DVD. Sýning á körfuboltamyndum fylgir í kjölfarið og svo spilum við eitt af þremur nákvæmlega eins Popppunktsspilum sem ég á. Það er nefnilega gott að eiga aukaeintök, til dæmis ef stundaglasið týnist úr einu þeirra. Við endum þetta svo á því að þefa af hverjum einasta rakspíra sem ég hef fengið í jóla– og afmælisgjafir frá árinu 1993. Með því að henda þessu öllu í dag væri ég að eyðileggja dægradvöl efri áranna. Sitja í rakspíravímu með afkomendunum og Detlef Schrempf–safninu að hlusta á Hollow Man–commentary Pauls Verhoeven. Ég er strax byrjaður að hlakka til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Þegar nær dregur búferlaflutningum fara eigur fólks í eins konar áheyrnarprufu. Það er leiðinlegt að flytja og flestir vilja flytja sem minnst af óþarfa drasli með sér á milli íbúða. Í áheyrnarprufunum eru nokkrir mismunandi eiginleikar hlutanna skoðaðir; verðmæti, notagildi og tilfinningalegt gildi. Þeir hlutir sem standast ekki þessa skoðun fara beinustu leið í Sorpu — sem er eins konar raunheimaútgáfa þess að vera rekinn af eyjunni. Ég tek hins vegar ekki þátt í slíku. Ég er sagður ofmeta verðmæti hluta, bindast undarlegustu hlutum tilfinningaböndum og hafa ranghugmyndir um að ég muni skyndilega hafa not fyrir dót sem ég hef ekki notað í tvo áratugi. Vinir mínir kalla þetta sérvisku — ég kalla það trygglyndi. Í þeim flutningum sem nú standa yfir dettur mér til dæmis ekki til hugar að henda frímerkjasafninu mínu. Ég veit alveg að það eru engin teljandi verðmæti í því en samt, þetta er frímerkjasafnið mitt. Með þeim rökum er því þyrmt og fær það í kjölfarið ferðalag frá einu háalofti til annars. Kannski mun ég vilja sýna barnabörnunum mínum það þegar ég verð orðinn níræður. Dusta rykið af frímerkjabókunum og draga fram ryðgaða, áttatíu ára gamla frímerkjatöng. „Vá afi,“ munu þau segja þegar ég sýni þeim enn eitt fyrstadagsumslagið. „Er þessi póststimpill í alvörunni frá sjálfum útgáfudegi frímerkisins?“ Að því loknu mun ég sýna þeim ofan í tíu fulla pappakassa af DVD. Sýning á körfuboltamyndum fylgir í kjölfarið og svo spilum við eitt af þremur nákvæmlega eins Popppunktsspilum sem ég á. Það er nefnilega gott að eiga aukaeintök, til dæmis ef stundaglasið týnist úr einu þeirra. Við endum þetta svo á því að þefa af hverjum einasta rakspíra sem ég hef fengið í jóla– og afmælisgjafir frá árinu 1993. Með því að henda þessu öllu í dag væri ég að eyðileggja dægradvöl efri áranna. Sitja í rakspíravímu með afkomendunum og Detlef Schrempf–safninu að hlusta á Hollow Man–commentary Pauls Verhoeven. Ég er strax byrjaður að hlakka til.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun