Jólasveinar léku á als oddi á Selfossi Magnús Hlynur "Skyrgámur“ Hreiðarsson skrifar 12. desember 2015 22:27 Fjölmenni mætti í miðbæ Selfoss í dag til að taka á móti jólasveinunum úr Ingólfsfjalli. Þeir komu til að kveikja á jólatrénu og heilsa upp á unga sem aldna. Þeir komu á jólasveinarútunni svokölluðu yfir Ölfusárbrú og blessunarlega fyrir sveinana voru engir lögreglumenn í augsýn. Enginn var í beltum og flestir meira að segja utan á vagninum. „Við erum að hitta krakkana og reyna að kveikja á þessu drasli þarna,“ sagði Hurðaskellir Leppalúðason við bróður sinn Skyrgám í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skilaboð hans til íslenskra barna voru skýr. „Bara vera þæg og borða mikinn grjónagraut.“ Viðtalið og svipmyndir frá Selfossi má sjá í spilaranum hér að ofan. Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólahald Jól Smábitakökur Eysteins Jól Boðskapur Lúkasar Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin
Fjölmenni mætti í miðbæ Selfoss í dag til að taka á móti jólasveinunum úr Ingólfsfjalli. Þeir komu til að kveikja á jólatrénu og heilsa upp á unga sem aldna. Þeir komu á jólasveinarútunni svokölluðu yfir Ölfusárbrú og blessunarlega fyrir sveinana voru engir lögreglumenn í augsýn. Enginn var í beltum og flestir meira að segja utan á vagninum. „Við erum að hitta krakkana og reyna að kveikja á þessu drasli þarna,“ sagði Hurðaskellir Leppalúðason við bróður sinn Skyrgám í kvöldfréttum Stöðvar 2. Skilaboð hans til íslenskra barna voru skýr. „Bara vera þæg og borða mikinn grjónagraut.“ Viðtalið og svipmyndir frá Selfossi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Jólafréttir Mest lesið Eggjalaus jólabakstur er leikur einn Jól Prófaði að grilla hamborgarhrygg Jól Setti Ris à l'amande í vegan búningi Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Eitt deig – þrenns konar smákökur Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Jólahald Jól Smábitakökur Eysteins Jól Boðskapur Lúkasar Jól Smákökur úr íslensku súkkulaði Jólin