Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Karl Lúðvíksson skrifar 12. nóvember 2015 08:55 Síðasta rjúpnahelgin er framundan Mynd: Sindri Már Pálsson Síðasta helgin þar sem leyfilegt er að ganga til rjúpna byrjar á morgun og má búast við fjölmenni á fjöllum. Það á kannski mest við um þau svæði sem eru í klukkutíma, og rétt rúmlega það, akstursfjarlægð frá Reykjavík og skyttunum fækkar snarlega þegar lengra er komið frá bænum. Veðurspáin er hliðhöll veiðimönnum en það spáir fínu veiðiveðri um allt land nema hluta úr degi á norðausturlandi þar sem það gæti verið smá slydda og rigning. Veiðin á þessu tímabili er búin að vera ágæt og mikill meirihluti þeirra veiðimanna sem Veiðivísir hefur heyrt frá búnir að ná í jólamatinn. Það hefur verið haft á orði að mun meira hafi sést af fugli núna en í fyrra og á það við um allt landið nema helst vestfirði þar sem líklega minnst hefur veiðst á tímabilinu. Veiðin hefur verið góð á austur og norðausturlandi og má reikna með góðum straum veiðimanna á þau svæði um helgina enda virðist vera mikið af rjúpu og nægt er plássið til að ganga á. Þeir sem eru vanir veiða auðvitað oftast best en því fylgir auðvitað mikil reynsla. Við ætlum að gefa nýliðum á rjúpnaslóðum eitt gott ráð um helgina. Farðu upp í snjólínu, leitaðu vel í giljum og í kringum urðir. Góða veiði. Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði
Síðasta helgin þar sem leyfilegt er að ganga til rjúpna byrjar á morgun og má búast við fjölmenni á fjöllum. Það á kannski mest við um þau svæði sem eru í klukkutíma, og rétt rúmlega það, akstursfjarlægð frá Reykjavík og skyttunum fækkar snarlega þegar lengra er komið frá bænum. Veðurspáin er hliðhöll veiðimönnum en það spáir fínu veiðiveðri um allt land nema hluta úr degi á norðausturlandi þar sem það gæti verið smá slydda og rigning. Veiðin á þessu tímabili er búin að vera ágæt og mikill meirihluti þeirra veiðimanna sem Veiðivísir hefur heyrt frá búnir að ná í jólamatinn. Það hefur verið haft á orði að mun meira hafi sést af fugli núna en í fyrra og á það við um allt landið nema helst vestfirði þar sem líklega minnst hefur veiðst á tímabilinu. Veiðin hefur verið góð á austur og norðausturlandi og má reikna með góðum straum veiðimanna á þau svæði um helgina enda virðist vera mikið af rjúpu og nægt er plássið til að ganga á. Þeir sem eru vanir veiða auðvitað oftast best en því fylgir auðvitað mikil reynsla. Við ætlum að gefa nýliðum á rjúpnaslóðum eitt gott ráð um helgina. Farðu upp í snjólínu, leitaðu vel í giljum og í kringum urðir. Góða veiði.
Mest lesið Stórir fiskar og svæsin ævintýri - Rise kvikmyndahátiðin Veiði Urriðafoss fer að ná 200 löxum Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði SVFR leitar að bestu veiðimynd 2015 Veiði Veiðin með Gunnari Bender - 7. þáttur Veiði Óska eftir tilboðum í Eldvatn Veiði Sumir ennþá að gera góða veiði í Ytri Rangá Veiði Fín veiði í vötnunum á höfuðborgarsvæðinu Veiði Opið Hús hjá kvennadeild SVFR í kvöld Veiði Ástandið í Soginu mjög alvarlegt Veiði