Laxveiðisumarið það fjórða besta Svavar Hávarðsson skrifar 12. október 2015 09:00 Langá á Mýrum kristallar sveifluna í laxveiði á milli ára – í fyrrasumar veiddust 595 laxar en í sumar urðu þeir 2.616. vísir/gva Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar. Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði
Bráðabirgðatölur yfir stangveiði á laxi sumarið 2015 sýna að alls veiddust um 74.000 laxar. Veiði var rúmlega tvöfalt meiri en laxveiðin var 2014. Í heild var fjöldi stangveiddra laxa 2015 sú fjórða mesta frá upphafi og um 55% yfir langtímameðaltali áranna 1974-2014, segir í frétt frá Veiðimálastofnun. Til að fá samanburð við fyrri ár lagði Veiðimálastofnun mat á hver laxveiðin hefði orðið ef engu hefði verið sleppt aftur og veiði úr sleppingum gönguseiða var einnig frá dregin. Sú niðurstaða leiðir í ljós að stangveiði á laxi 2015 hefði verið um 51.820 laxar, sem er litlu hærra en var árin 2008 og 2009 en lægra en metveiðin frá 1978 þegar afli í stangveiði var alls 52.597 laxar. Aukning varð í laxveiði í öllum landshlutum en mest þó á Norðurlandi vestra og Vestfjörðum þar sem veiði varð sú mesta frá upphafi skráninga. Má geta þess að Blanda og Miðfjarðará slógu báðar sín met – og met yfir veiði úr sjálfbærum ám – og voru samanlagðar lokatölur þeirra tveggja tæplega 11.000 laxar.
Mest lesið 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði Veiði hefst á föstudaginn í Ytri Rangá Veiði 314 fiskar komnir á land í Geirlandsá Veiði Helgarviðtal: Stangveiði, fótbolti og sauðfé Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði