Ólögleg veiðarfæri í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2015 14:55 Harpa Gross með 20 gramma spún sem hún veiddi upp úr Grettisstiklum í Hítará. Mynd: KL Í gegnum árin hafa þrjú veiðarfæri verið notuð í Íslenskum veiðiám en sífellt fleiri ár leyfa þó eingöngu flugu sem agn. Það var lengi vel þannig að margar árnar leyfðu bæði maðk og flugu og því til viðbótar voru og eru ár sem leyfa maðk, flugu og spún. Spúninn hefur þó verið að hverfa víða en er notaður þar sem hann má brúka og maðkurinn hefur sömuleiðis verið að hverfa úr fleiri og fleiri ám. Það að áin sé eingöngu veidd á flugu hefur þó ekki komið í veg fyrir að af og til eru veiðimenn gripnir með maðk í ám og þykir það heldur óveiðimannsleg framkoma en stundum ganga menn lengra en það. Því til sönnunar er nýlegt dæmi úr Hítará en þar kláraði í dag vaskur hópur kvenna veiði með góðri skemmtun og ágætis árangri. Harpa Gross var ein af þeim sem var við veiðar og þegar hún var að veiða veiðistaðinn Grettisstiklur fékk hún eitthvað á færið og ekki var það lax. Uppúr hylnum dró hún 20 gramma spún frá ABU af gerðinni Hammer og það er víst næstum því óþarfi að taka það fram að slíkt veiðarfæri er með öllu óheimilt að nota í Hítará. Spurningin er hvað þarf til að veiðimenn noti slíkt í á þar sem eingöngu er leyfð fluga? Það er heldur sorglegt þegar spúnar og maðkaleyfar finnast við ár þar sem fluga er eina agnið og þá er spurt af hverju viðkomandi veiðimenn fari ekki bara til veiða í ám þar sem annað agn en fluga er leyfilegt? Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði
Í gegnum árin hafa þrjú veiðarfæri verið notuð í Íslenskum veiðiám en sífellt fleiri ár leyfa þó eingöngu flugu sem agn. Það var lengi vel þannig að margar árnar leyfðu bæði maðk og flugu og því til viðbótar voru og eru ár sem leyfa maðk, flugu og spún. Spúninn hefur þó verið að hverfa víða en er notaður þar sem hann má brúka og maðkurinn hefur sömuleiðis verið að hverfa úr fleiri og fleiri ám. Það að áin sé eingöngu veidd á flugu hefur þó ekki komið í veg fyrir að af og til eru veiðimenn gripnir með maðk í ám og þykir það heldur óveiðimannsleg framkoma en stundum ganga menn lengra en það. Því til sönnunar er nýlegt dæmi úr Hítará en þar kláraði í dag vaskur hópur kvenna veiði með góðri skemmtun og ágætis árangri. Harpa Gross var ein af þeim sem var við veiðar og þegar hún var að veiða veiðistaðinn Grettisstiklur fékk hún eitthvað á færið og ekki var það lax. Uppúr hylnum dró hún 20 gramma spún frá ABU af gerðinni Hammer og það er víst næstum því óþarfi að taka það fram að slíkt veiðarfæri er með öllu óheimilt að nota í Hítará. Spurningin er hvað þarf til að veiðimenn noti slíkt í á þar sem eingöngu er leyfð fluga? Það er heldur sorglegt þegar spúnar og maðkaleyfar finnast við ár þar sem fluga er eina agnið og þá er spurt af hverju viðkomandi veiðimenn fari ekki bara til veiða í ám þar sem annað agn en fluga er leyfilegt?
Mest lesið Ráðlögð rjúpnaveiði í haust 40.000 fuglar Veiði Nú er kominn tími til að grafa lax - uppskrift Veiði Heildarveiðin í Veiðivötnum 20.293 fiskar Veiði 64 sm bleikja úr Varmá og vænir sjóbirtingar Veiði Fín bleikjuveiði og þétt setnir bakkar Veiði Hljóðlát aðkoma besta byrjunin Veiði Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Tími stóru hausthængana að bresta á Veiði 10 ára veiðigarpur sigurvegari í Hetjuflokknum Veiði Lifnar yfir Syðri Brú Veiði