Besti tíminn framundan fyrir hausthængana Karl Lúðvíksson skrifar 2. september 2015 15:18 Róbert Rúnarsson með stórlax sem hann veidii nýlega í Kjarrá Sumir veiðimenn vilja eingöngu veiða fyrri part veiðitímabilsins þegar laxinn gengur silfraður úr sjónum og er grimmur á flugurnar. Síðan er annar hópur veiðimanna sem vill einmitt veiða hinn endann af veiðitímabilinu, en það sem er svo skemmtilegt við þennan tíma er að þetta er tími hausthænganna. Nokkrar ár eru fyrir löngu þekktar fyrir stóra hausthænga og má þar kannski helst nefna Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Miðfjarðará, Svalbarðsá, Hrútafjarðará og Laxá í Dölum bara svo að nokkrar séu nefndar. Í velflestum ánum veiðist árlega einhver fjöldi stórra hausthænga á bilinu 8-10 kíló eða um 16-20 pund og er þessi haustlax sérstaklega eftirminnilegur fiskur að eiga við. Tökurnar eru þungar, það er eitt sem þú finnur strax, og það fyrsta sem þessir höfðingjar vilja gera er að leggjast aftur í hylinn á þann stað þar sem flugan reisti þá af væru sinni. Þegar tekist er á við hann eftir það eða í það minnsta reynt að hreyfa við honum byrja oft lætinn og þau geta staðið yfir í langann tíma. Það sem þessir stórlaxar gera stundum er að leggjast og liggja bara sem fastast og það er fátt sem hreyfir við þeim, í sér í lagi ef hann hefur góðann og djúpann hyl til að sökkva sér í. Eitt gott ráð má þó gefa sem stundum er reynt en það virkar þannig að þegar laxinn liggur bara og ekkert hreyfir við honum er t.d. gömlum lykli á hring smeygt upp á línuna og sleppt. Lykilinn rennur hægt og rólega niður eftir línunni og endar á laxinum. Þetta hreyfir oft við þeim og það hressilega. Mest lesið Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði
Sumir veiðimenn vilja eingöngu veiða fyrri part veiðitímabilsins þegar laxinn gengur silfraður úr sjónum og er grimmur á flugurnar. Síðan er annar hópur veiðimanna sem vill einmitt veiða hinn endann af veiðitímabilinu, en það sem er svo skemmtilegt við þennan tíma er að þetta er tími hausthænganna. Nokkrar ár eru fyrir löngu þekktar fyrir stóra hausthænga og má þar kannski helst nefna Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal, Miðfjarðará, Svalbarðsá, Hrútafjarðará og Laxá í Dölum bara svo að nokkrar séu nefndar. Í velflestum ánum veiðist árlega einhver fjöldi stórra hausthænga á bilinu 8-10 kíló eða um 16-20 pund og er þessi haustlax sérstaklega eftirminnilegur fiskur að eiga við. Tökurnar eru þungar, það er eitt sem þú finnur strax, og það fyrsta sem þessir höfðingjar vilja gera er að leggjast aftur í hylinn á þann stað þar sem flugan reisti þá af væru sinni. Þegar tekist er á við hann eftir það eða í það minnsta reynt að hreyfa við honum byrja oft lætinn og þau geta staðið yfir í langann tíma. Það sem þessir stórlaxar gera stundum er að leggjast og liggja bara sem fastast og það er fátt sem hreyfir við þeim, í sér í lagi ef hann hefur góðann og djúpann hyl til að sökkva sér í. Eitt gott ráð má þó gefa sem stundum er reynt en það virkar þannig að þegar laxinn liggur bara og ekkert hreyfir við honum er t.d. gömlum lykli á hring smeygt upp á línuna og sleppt. Lykilinn rennur hægt og rólega niður eftir línunni og endar á laxinum. Þetta hreyfir oft við þeim og það hressilega.
Mest lesið Hvítá/Ölfusá: Net tekin upp vegna laxleysis Veiði 110 sm lax úr Laxá í Aðaldal í morgun Veiði Þegar stóru hængarnir fara á stjá Veiði Lifnar rólega yfir vikulegum veiðitölum Veiði Norðurá: Veiðimenn búnir að fá sig fullsadda af hækkunum Veiði Ennþá verið að skjóta gæs Veiði Mok á Zelduna í Eystri Rangá Veiði Mokveiðin heldur áfram í Stóru Laxá Veiði Drápa græn verður Hrygnan 2012 Veiði Uggur í veiðimönnum vegna breytinga í Þingvallavatni Veiði