Boðið til veiði í Hlíðarvatni Karl Lúðvíksson skrifar 22. ágúst 2015 12:21 Stórbleikja úr Hlíðarvatni Mynd: www.arvik.is Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Veiðifélögin sem bjóða til dagsins eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Samkvæmt tilkynningu um daginn hjá Árvík verða fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Veiðin í vatninu hefur verið prýðileg og þetta er því gott tækifæri fyrir þá sem þekkja ekki vatnið að fá leiðsögn og læra vel á það af þeim sem þekkja það vel. Á heimasíðu Árvík má finna lýsingu á veiðistöðum, undir Veiðistaðalýsingar, ásamt ýmsum upplýsingum um vatnið. Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði
Stangaveiðifélögin, sem eru með aðstöðu við Hlíðarvatn í Selvogi, bjóða gestum að koma og veiða án endurgjalds í vatninu sunnudaginn 23. ágúst næstkomandi. Veiðifélögin sem bjóða til dagsins eru Stangaveiðifélagið Árblik, Ármenn, Stangaveiðifélag Hafnafjarðar, Stangaveiðifélag Selfoss og Stangveiðifélagið Stakkavík. Samkvæmt tilkynningu um daginn hjá Árvík verða fulltrúar frá félögunum verða á staðnum og munu leiðbeina gestum um agn, veiðistaði og aðferðir. Einnig verður að fá á staðnum ýmsar upplýsingar um vatnið og veiðina í því.Gestum er frjálst að koma árla morguns á sunnudeginum og veiða til kl. 17:00 um kvöldið. Leyfilegt agn er fluga og spónn. Einungis er veitt frá landi. Gestir eru vinsamlegast beðnir að skrá aflann hjá einhverju félaganna. Skrá þarf tegund, þyngd, lengd og agn. Veiðin í vatninu hefur verið prýðileg og þetta er því gott tækifæri fyrir þá sem þekkja ekki vatnið að fá leiðsögn og læra vel á það af þeim sem þekkja það vel. Á heimasíðu Árvík má finna lýsingu á veiðistöðum, undir Veiðistaðalýsingar, ásamt ýmsum upplýsingum um vatnið.
Mest lesið Laxveiðin líklega undir meðallagi í sumar Veiði Er sumarflugan 2014 fundin? Veiði Sporðaköst fengu grænt ljós frá Eric Clapton: „I love it“ Veiði Þrjár nauðsynlegar laxaflugur í boxið Veiði Veiðiferð til Belize í vinning Veiði Varar jarðeigendur við yfirgangi Þingvallaþjóðgarðs Veiði Hreindýraveiðar hófust í dag Veiði Að prófa eitthvað nýtt í litlu vatni Veiði Kort af friðlandi rjúpna á Reykjanesi Veiði 105 sm lax úr Víðidalsá Veiði