Laxveiðimenn fagna væntanlegri rigningu Karl Lúðvíksson skrifar 11. ágúst 2015 15:27 Veiðimenn fagna rigningu sem er spáð á morgun Laxveiðiárnar á vesturlandi eru flestar orðnar ansi vatnslitlar en það hefur mikil áhrif á veiðitölur úr ánum. Þegar vikulegur listi Landssambands Veiðifélaga kemur á vefinn sést að vikuveiðin í ánum er búin að vera góð en málið er að hún gæti vel verið ennþá betri. Það sem hefur dregið úr veiðinni, þá sérstaklega á vesturlandi, er vatnsleysi sem plagar veiðimenn ansi mikið þessa dagana því laxinn tekur mjög illa í litu vatni en nóg virðist vera af laxi í ánum þessa dagana. Nú horfir loksins til betri vegar, í bili að minnsta kosti, því samkvæmt veðurspá er fyrsta haustlægðin á leiðinni með tilheyrandi hitabeltisúrkomu en það á eftir að kæta veiðimenn mikið en aðra landsmenn minna. Það sem gerist við þessi skilyrði er að sú úrkoman mikil á skömmum tíma, þá litast árnar gjarnan mikið og hækka hratt á stuttum tíma. Þar sem mesta veðrið á að ganga niður á rúmlega sólarhring verður þetta að öllum líkindum eins og happdrættisvinningur fyrir þá sem á eftir koma. Þegar laxveiðiá sem hefur verið vatnslítil um tíma, með tilheyrandi tökuleysi, hækkar svo hratt í vatni, litast og að því loknu fer hún að sjatna aftur og liturinn fer rólega úr henni fer laxinn oft að taka gífurlega vel. Veiðimenn sem eiga daga framundan í ánum á vesturlandi tala um þetta sem "bingó" og auðvitað er tilhlökkunin mikil enda ekki oft sem veiðimenn lenda í þessum skilyrðum. Það er þess vegna meira en líklegt að komandi helgi í ám eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Þverá, Norðurá, Grímsá, Laxá í dölum og Haffjarðará, ásamt öðrum ám á vesturlandi, verði sannkölluð veiðiveisla. Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði
Laxveiðiárnar á vesturlandi eru flestar orðnar ansi vatnslitlar en það hefur mikil áhrif á veiðitölur úr ánum. Þegar vikulegur listi Landssambands Veiðifélaga kemur á vefinn sést að vikuveiðin í ánum er búin að vera góð en málið er að hún gæti vel verið ennþá betri. Það sem hefur dregið úr veiðinni, þá sérstaklega á vesturlandi, er vatnsleysi sem plagar veiðimenn ansi mikið þessa dagana því laxinn tekur mjög illa í litu vatni en nóg virðist vera af laxi í ánum þessa dagana. Nú horfir loksins til betri vegar, í bili að minnsta kosti, því samkvæmt veðurspá er fyrsta haustlægðin á leiðinni með tilheyrandi hitabeltisúrkomu en það á eftir að kæta veiðimenn mikið en aðra landsmenn minna. Það sem gerist við þessi skilyrði er að sú úrkoman mikil á skömmum tíma, þá litast árnar gjarnan mikið og hækka hratt á stuttum tíma. Þar sem mesta veðrið á að ganga niður á rúmlega sólarhring verður þetta að öllum líkindum eins og happdrættisvinningur fyrir þá sem á eftir koma. Þegar laxveiðiá sem hefur verið vatnslítil um tíma, með tilheyrandi tökuleysi, hækkar svo hratt í vatni, litast og að því loknu fer hún að sjatna aftur og liturinn fer rólega úr henni fer laxinn oft að taka gífurlega vel. Veiðimenn sem eiga daga framundan í ánum á vesturlandi tala um þetta sem "bingó" og auðvitað er tilhlökkunin mikil enda ekki oft sem veiðimenn lenda í þessum skilyrðum. Það er þess vegna meira en líklegt að komandi helgi í ám eins og Laxá í Kjós, Langá á Mýrum, Þverá, Norðurá, Grímsá, Laxá í dölum og Haffjarðará, ásamt öðrum ám á vesturlandi, verði sannkölluð veiðiveisla.
Mest lesið 11 punda, spikfeitur og silfurgljáandi urriði úr Mjósundi í Laxá í Mývatnssveit Veiði Hítará óveiðandi dögum saman; 400 laxar á þurru Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Veiði Tungufljótsdeilan til lykta leidd Veiði Afar dræm veiði í ánum á vesturlandi Veiði Ytri-Rangá efst: Ævintýraleg veiði í Selá í Vopnafirði Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Staða íslenska laxins góð í alþjóðlegu tilliti Veiði