Metholl í Svalbarðsá Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2015 13:30 Metholl er nú við veiðar í Svalbarðsá Mynd: www.hreggnasi.is Margar árnar á norðausturhorni landsins hafa verið seinar í gang og sumar hreinlega ekki ennþá komnar í gang en Svalbarðsá er alveg undanskilin þessu. Veiðin í ánni hefur verið með besta móti en við höfum áður greint frá góðum gangi þar þegar holl sem var við veiðar náði 84 löxum á aðeins þrjár stangir. Þetta var met í ánni en það stóð ekki lengi því holl sem nú við veiðar var komið með 100 laxa eftir tæplega fjögurra daga veiði og átti þá tvo daga eftir við ánna. Þetta er er algjört metholl og lýsir klárlega góðum gangi mála í Svalbarðsá. Það er þess vegna mjög sérstakt að sjá hvað sumar árnar í þessum landshluta eru að skila góðri veiði þegar aðrar stærri og yfirleitt laxmeiri ár eru langt frá því að skila því sem ætti að kalla eðlilegt t.d. Hofsá en hún hefur ekki borið barr sitt í allt sumar en engin tilhlýðileg skýring virðist liggja í ástæðum fyrir því. Nýjar tölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá heildartöluna úr Svalbarðsá og reyndar landinu öllu en feyknaveiði hefur verið víða á landinu t.d. á vesturlandi. Mest lesið 20 dagar í vorveiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Nýjar íbúðir fyrir veiðimenn við Vesturhópsvatn Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Hítará í góðum málum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði
Margar árnar á norðausturhorni landsins hafa verið seinar í gang og sumar hreinlega ekki ennþá komnar í gang en Svalbarðsá er alveg undanskilin þessu. Veiðin í ánni hefur verið með besta móti en við höfum áður greint frá góðum gangi þar þegar holl sem var við veiðar náði 84 löxum á aðeins þrjár stangir. Þetta var met í ánni en það stóð ekki lengi því holl sem nú við veiðar var komið með 100 laxa eftir tæplega fjögurra daga veiði og átti þá tvo daga eftir við ánna. Þetta er er algjört metholl og lýsir klárlega góðum gangi mála í Svalbarðsá. Það er þess vegna mjög sérstakt að sjá hvað sumar árnar í þessum landshluta eru að skila góðri veiði þegar aðrar stærri og yfirleitt laxmeiri ár eru langt frá því að skila því sem ætti að kalla eðlilegt t.d. Hofsá en hún hefur ekki borið barr sitt í allt sumar en engin tilhlýðileg skýring virðist liggja í ástæðum fyrir því. Nýjar tölur koma frá Landssambandi Veiðifélaga í kvöld og þá verður fróðlegt að sjá heildartöluna úr Svalbarðsá og reyndar landinu öllu en feyknaveiði hefur verið víða á landinu t.d. á vesturlandi.
Mest lesið 20 dagar í vorveiðina Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Skutulsveiðar á eldislaxi eins og brandari Veiði 50 laxa dagar í Eystri Rangá Veiði Nýjar íbúðir fyrir veiðimenn við Vesturhópsvatn Veiði Stóra Fossvatn komið yfir 2000 fiska Veiði Hítará í góðum málum Veiði Vatnsdalsá opnaði í morgun Veiði Geldingatjörn kemur vel undan vetri Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði