Eystri Rangá komin yfir 1000 laxa Karl Lúðvíksson skrifar 9. ágúst 2015 16:00 Sigurður með vænan lax úr Klakhúsahyl í Eystri Rangá Eystri Rangá hefur líklega sjaldan eða aldrei farið jafn seint af stað og á þessu sumri en það er loksins kominn gangur í veiðina. Áin hefur einhverra hluta vegna verið óvenju sein í gang en venjulega er hún komin á mjög gott ról strax um miðjan júlí. Veiðimenn sem hafa verið við ánna hafa ekki verið mikið að kvarta enda þeir laxar sem hafa veiðst verið vænir að venju í ánni en núna er loksins farið að bóla á smálaxagöngum sem hafa til þessa verið heldur litlar. Áin fór yfir 1000 laxa í fyrradag og stóð þá í 1065 löxum. Svæði 2 hefur verið að gefa langbest sem segir líka aðeins um stöðuna í ánni en þeir sem veiða hana mikið segja hana vera í svipuðum gír eins og um miðjan júlí væri að ræða. Gott dæmi um þessa aukningu á veiðinni er 7. ágúst síðastliðinn en þá veiddust 88 laxar í ánni. Þetta veit líklega á gott fyrir restina af veiðitímanum því áinn fær alltaf sterkar göngur í ágúst og getur oft fyllst af laxi á fáum dögum. Það má þess vegna reikna með að næstu vikutölur úr henni taki verulegt stökk upp á við og svo er auðvitað besti tíminn framundan. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Eystri Rangá hefur líklega sjaldan eða aldrei farið jafn seint af stað og á þessu sumri en það er loksins kominn gangur í veiðina. Áin hefur einhverra hluta vegna verið óvenju sein í gang en venjulega er hún komin á mjög gott ról strax um miðjan júlí. Veiðimenn sem hafa verið við ánna hafa ekki verið mikið að kvarta enda þeir laxar sem hafa veiðst verið vænir að venju í ánni en núna er loksins farið að bóla á smálaxagöngum sem hafa til þessa verið heldur litlar. Áin fór yfir 1000 laxa í fyrradag og stóð þá í 1065 löxum. Svæði 2 hefur verið að gefa langbest sem segir líka aðeins um stöðuna í ánni en þeir sem veiða hana mikið segja hana vera í svipuðum gír eins og um miðjan júlí væri að ræða. Gott dæmi um þessa aukningu á veiðinni er 7. ágúst síðastliðinn en þá veiddust 88 laxar í ánni. Þetta veit líklega á gott fyrir restina af veiðitímanum því áinn fær alltaf sterkar göngur í ágúst og getur oft fyllst af laxi á fáum dögum. Það má þess vegna reikna með að næstu vikutölur úr henni taki verulegt stökk upp á við og svo er auðvitað besti tíminn framundan.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði