SVFR gerir nýjan samning um Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júlí 2015 17:42 Nýr samningur handsalaður, frá vinstri á myndinni eru Bragi Hilmarsson, stjórnarmaður í Veiðifélagi Haukadslár, Guðmundur Skúli Hartvigsson, formaður Veiðifélags Haukadalsár, Ásmundur Helgason, gjaldkeri SVFR og Ragnheiður Thorsteinsson, varaformaður SVFR. Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum í hádeginu í dag. Samningurinn er til langs tíma og gildir út sumarið 2020. Skrifað var undir samninginn á skrifstofu SVFR á bökkum Elliðaánna og að því búnu lýstu fulltrúar stjórna félaganna yfir ánægju með áfangann og sögðust hlakka til samstarfsins á komandi árum. Af veiðinni í Haukadalsá er það að frétta að áin er búin að gefa 65 laxa það sem af er sumri, sem er mun betri byrjun en á síðasta ári. Það voru kátir veiðimenn sem voru að ljúka veiðum á hádegi í dag en hollið veiddi 23 laxa og í morgun mátti sjá nýja laxa í hverjum einasta hyl. Stækkandi straumur er því að skila inn sterkum laxagöngum í Haukadalsá eins og raunin er á öðrum veiðisvæðum SVFR um þessar mundir. Stærsti lax sumarsins til þessa 101 cm og fékkst hann á Horninu. Jón Víðir Hauksson, staðarhaldari SVFR við Haukadalsá, sagði í hádeginu veiðimenn káta með lífið enda ekki annað hægt. Gáruflugur væru að gefa góðan afla,litlar Frances-flugur, Collie dog og Kolskeggur svo einhverjar séu nefndar. Haukadalsá er fengsæl og falleg fimm stanga fluguveiðiá í Dalasýslu.. Áin er stutt, aðeins 8 kílómetra löng frá Haukadalsvatni niður í ós, en þéttsetin fallegum veiðistöðum. Merktir veiðistaðir í ánni eru 40 talsins og því má segja að hún renni úr einum hyl í annan á leið sinni til sjávar í botni Hvammsfjarðar. Hyljirnir eru margslungnir og breytilegir. Í Haukadalsá eru engir fossar en þar eru stríðir strengir, djúpir hyljir og hæglátar breiður. Það ættu allir að finna fjölda staða við sitt hæfi í ánni.Langtímameðaltal árinnar er 695 laxar á stangirnar fimm. Það þýðir meðalveiði upp á 1,54 laxa á stangardag sem setur ána á stall með fremstu ám landsins. Frá því að skipulagðar skráningar hófust hefur áin mest farið í 1.232 laxa en minnst í 184 laxa. Á síðastliðnum árum hefur Haukan í þrígang farið yfir 1000 laxa, árin 2008, 2009 og 2010. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði
Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Haukadalsár skrifuðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Haukadalsá í Dölum í hádeginu í dag. Samningurinn er til langs tíma og gildir út sumarið 2020. Skrifað var undir samninginn á skrifstofu SVFR á bökkum Elliðaánna og að því búnu lýstu fulltrúar stjórna félaganna yfir ánægju með áfangann og sögðust hlakka til samstarfsins á komandi árum. Af veiðinni í Haukadalsá er það að frétta að áin er búin að gefa 65 laxa það sem af er sumri, sem er mun betri byrjun en á síðasta ári. Það voru kátir veiðimenn sem voru að ljúka veiðum á hádegi í dag en hollið veiddi 23 laxa og í morgun mátti sjá nýja laxa í hverjum einasta hyl. Stækkandi straumur er því að skila inn sterkum laxagöngum í Haukadalsá eins og raunin er á öðrum veiðisvæðum SVFR um þessar mundir. Stærsti lax sumarsins til þessa 101 cm og fékkst hann á Horninu. Jón Víðir Hauksson, staðarhaldari SVFR við Haukadalsá, sagði í hádeginu veiðimenn káta með lífið enda ekki annað hægt. Gáruflugur væru að gefa góðan afla,litlar Frances-flugur, Collie dog og Kolskeggur svo einhverjar séu nefndar. Haukadalsá er fengsæl og falleg fimm stanga fluguveiðiá í Dalasýslu.. Áin er stutt, aðeins 8 kílómetra löng frá Haukadalsvatni niður í ós, en þéttsetin fallegum veiðistöðum. Merktir veiðistaðir í ánni eru 40 talsins og því má segja að hún renni úr einum hyl í annan á leið sinni til sjávar í botni Hvammsfjarðar. Hyljirnir eru margslungnir og breytilegir. Í Haukadalsá eru engir fossar en þar eru stríðir strengir, djúpir hyljir og hæglátar breiður. Það ættu allir að finna fjölda staða við sitt hæfi í ánni.Langtímameðaltal árinnar er 695 laxar á stangirnar fimm. Það þýðir meðalveiði upp á 1,54 laxa á stangardag sem setur ána á stall með fremstu ám landsins. Frá því að skipulagðar skráningar hófust hefur áin mest farið í 1.232 laxa en minnst í 184 laxa. Á síðastliðnum árum hefur Haukan í þrígang farið yfir 1000 laxa, árin 2008, 2009 og 2010.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Framboð til stjórnar SVFR Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði