57 laxar gengnir í gegnum teljarann í Elliðaánum Karl Lúðvíksson skrifar 24. júní 2015 11:09 Breiðan í Elliðaánum er mjög gjöful á göngutímanum Mynd: KL Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi. Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði
Elliðaárnar eru í góðu vatni þessa dagana og það virðist vera ágætis gangur á laxagöngunum í ánna. Í morgun þegar Veiðivísir hitti veiðimenn við bakkann voru komnir 3 laxar á land, allir úr Sjávarfossi, ásamt því að nokkuð var reist af laxi á flugur þar á meðal í fossinum sem þykir nú frekar meiri maðkaveiðistaður. Staðan í laxateljaranum sýnir líka að það er ágætis gangur í göngunum miðað við árstíma en staðan í honum er 57 laxar sem hafa gengið í gegn. Fyrir ofan teljarann sáust laxar í Ullarfossi, Hleinatagli, Stórhyl, Kerlingaflúðum og einn lax lá fyrir ofan Árbæjarstíflu. Elliðaárnar hafa verið feykilega vinsælar meðal félagsmanna SVFR og flest árin hefur það verið þannig að færri fá en vilja veiðileyfi í hana. Þegar vefsalan hjá félaginu er skoðuð eru nokkrar lausar stangir í lok ágúst, sem er frábær tími og þá sérstaklega á efri svæðunum sem eru að öllu jöfnu frísvæði og eingöngu veidd með flugu. Nú þegar forúthlutun er löngu lokið er gott tækifæri fyrir þá sem vilja renna í ánna að ná sér í veiðileyfi.
Stangveiði Mest lesið 43 laxar á 5 dögum úr Brynjudalsá Veiði Mikið um Sæsteinsugubit fyir austann Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Leita leiða til að aflétta banni Veiði Ágætis veiðitímabil á enda Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðinni Veiði 99 sm lax í Elliðaánum Veiði Fín opnun í Litluá í Kelduhverfi Veiði Ytri Rangá að ná 5.000 löxum Veiði