Veiði hafin í Þverá og Kjarrá Karl Lúðvíksson skrifar 14. júní 2015 10:59 Þverá og Kjarrá opnuðu fyrir veiðimönnum á föstudaginn og í takt við opnun Norðurár er afraksturinn mun betri en menn þorðu að vona. Fyrstu fiskurinn var 89 sm hængur sem veiddist í Skipafljóti og þar sáust líka fleiri fiskar. Það kemur í raun á óvart að það séu ekki hefðbundnir vorstaðir sem gefa laxana í opnun eins og yfirleitt en vatnsstaðan í ánni hefur auðvitað mikið um það segja. Meðan vatnsstaðan er há fer laxinn hratt upp í ánna og þess vegna hefur veiðin frá opnun eiginlega eingöngu verið á efstu svæðunum. 11 laxar eru skráðir í bókina eftir tvo daga sem telst vel viðunandi opnun. Það sem veiðimenn og leigutakar bíða eftir að sjá er smálaxinn en hann fer að mæta upp úr miðjum júní en gæti þó vel verið seinna á ferðinni í ár miðað við þetta kalda vor. Veiðin í Norðurá og Blöndu er á fínu róli en við fáum vonandi nýjar tölur úr ánum strax eftir helgina. Næstu daga opna svo árnar hver af annari og veiðimenn bíða auðvitað spenntir eftir fréttum úr "sinni" á. Eitt helsta áhyggjuefni veiðimann, vatnseysi, verður ólíklega áhrifavaldur í sumar þar sem svo mikill snjór er ennþá í fjöllum að árnar verða líklega í góðu vatni út júlí án þess að það rigni. Stangveiði Mest lesið Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Frábær veiði á ION svæðinu í Þingvallavatni. Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði
Þverá og Kjarrá opnuðu fyrir veiðimönnum á föstudaginn og í takt við opnun Norðurár er afraksturinn mun betri en menn þorðu að vona. Fyrstu fiskurinn var 89 sm hængur sem veiddist í Skipafljóti og þar sáust líka fleiri fiskar. Það kemur í raun á óvart að það séu ekki hefðbundnir vorstaðir sem gefa laxana í opnun eins og yfirleitt en vatnsstaðan í ánni hefur auðvitað mikið um það segja. Meðan vatnsstaðan er há fer laxinn hratt upp í ánna og þess vegna hefur veiðin frá opnun eiginlega eingöngu verið á efstu svæðunum. 11 laxar eru skráðir í bókina eftir tvo daga sem telst vel viðunandi opnun. Það sem veiðimenn og leigutakar bíða eftir að sjá er smálaxinn en hann fer að mæta upp úr miðjum júní en gæti þó vel verið seinna á ferðinni í ár miðað við þetta kalda vor. Veiðin í Norðurá og Blöndu er á fínu róli en við fáum vonandi nýjar tölur úr ánum strax eftir helgina. Næstu daga opna svo árnar hver af annari og veiðimenn bíða auðvitað spenntir eftir fréttum úr "sinni" á. Eitt helsta áhyggjuefni veiðimann, vatnseysi, verður ólíklega áhrifavaldur í sumar þar sem svo mikill snjór er ennþá í fjöllum að árnar verða líklega í góðu vatni út júlí án þess að það rigni.
Stangveiði Mest lesið Urriðagangan er á laugardaginn Veiði Silungur frá A til Ö námskeið hjá SVAK Veiði Loksins að lifna yfir Hraunsfirði Veiði Minnivallalækur tekur við sér Veiði Veiðin að glæðast í Varmá Veiði Blanda I að verða uppseld Veiði Flottur dagur í Varmá þrátt fyrir vont veður Veiði Góð veiði í Apavatni Veiði Frábær veiði á ION svæðinu í Þingvallavatni. Veiði Sjóbirtingurinn er mættur í Varmá Veiði